Ferða­menn svindla sér inn í Danmörku

Það hefur verið lítið mál fyrir ferðafólk að komast framhjá reglum danskra stjórnvalda um inngöngu.

Við Havnebadet við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Mynd: Visit Copenhagen

Það var í byrjun síðustu viku sem dönsk stjórn­völd opnuðu landa­mærin fyrir Þjóð­verjum, Norð­mönnum og Íslend­ingum. Þó er gerð sú krafa að ferða­fólk fram­vísi bókun á gist­ingu í alla vega sex nætur við komuna. Annars fær viðkom­andi ekki að fara inn í landið.

Fljót­lega eftir opnun fóru danskir hóteleig­endur hins vegar að taka eftir því að þónokkuð var um afbók­anir á sex nátta gist­ingum. Sérstak­lega í þeim tilfellum þar sem stað­festing hafði verið gefin út líkt og fjallað er um í JyskeVest­kysten.

Þar lýsir jóskur hótel­stjóri því til að mynda hversu einfalt það er fyrir fólk að afbóka gist­ingu eða komast hjá því að greiða fyrir pant­anir. Eftir sitja þá hóteleig­endur með tóm herbergi á meðan meintir gestir spóka sig um í Danmörku.