Flug­far­þegum hafði fækkað veru­lega áður en krísan hófst

Um 136 þúsund færri farþegar nýttu sér flug milli Íslands og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins. Samdrátturinn var skiljanlega mestur í mars en líka verulegur í janúar og febrúar.

Mynd: London Heathrow

Nýliðinn vetur var flogið héðan reglu­lega til sjö breskra flug­valla sem er fækkun um tvo frá þarsíð­asta vetri. Á sama tíma hefur tíðni ferða til borga eins og London og Manchester dregist saman og sérstak­lega eftir fall WOW air.

Af þessum sökum fljúga nú færri milli Íslands og Bret­lands. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþeg­unum til að mynda um rúmlega 48 þúsund samkvæmt tölum breskra flug­mála­yf­ir­valda.

Í mars nam samdrátt­urinn 87 þúsund farþegar en það var einmitt um miðjan þann mánuð sem flug­um­ferð stöðv­aðist nær alveg vegna Covid-19 heims­far­ald­ursins.

Á fyrsta fjórð­ungi ársins fækkaði flug­far­þeg­unum í Íslands­flugi til og frá Bretlandi því um tæplega 136 þúsund. Það jafn­gildir 31 prósenti.

Líkt og Túristi greindir nýverið frá þá er Heathrow á ný sú flug­höfn í Bretlandi sem flestir nýta til að fljúga til Íslands.