Greiddi atkvæði með ríkis­stuðn­ingi eftir allt saman

Nú liggur fyrir að þýska ríkið eignast að minnsta kosti tuttugu prósent hlut í Lufthansa samsteypunni.

Mynd: Lufthansa Group

Þýska ríkið mun leggja Luft­hansa Group til níu millj­arða evra og eignast um leið fimmt­ungs hlut í þessari stærstu flug­fé­laga­sam­steypu Evrópu. Þetta liggur fyrir eftir hlut­hafa­fund í fyrir­tækinu fyrr í dag.

Útlit var fyrir að stærsti einka­fjár­fest­irinn í samsteyp­unni, Heinz-Hermann Thiele, myndi fella þessa aðkomu þýska ríkisins og höfðu stjórn­endur Luft­hansa því hvatt almenna hlut­hafa til að fjöl­menna á fundinn til að draga úr vægi Thiele.

Þrátt fyrir það var þátt­takan dræm en það kom ekki að sök því Thiele snérist hugur fyrir fundinn og lýsti yfir stuðn­ingi við aðgerð­irnar áður en hlut­hafa­fund­urinn hófst. Strax í kjöl­farið hækkuðu hluta­bréf í Luft­hansa Group umtals­vert.