Löndin fimmtán sem fá að heim­sækja Evrópu

Ráðamenn í Brussel hafa gefið út hvaða fimmtán lönd utan Evrópusambandsins og Schengen fá að komast inn fyrir ytri landsmærin frá og með morgundeginum.

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamaður við Amalienborg í Kaupmannahöfn. Mynd: Ferðamálaráð Kaupmannahafnar

Það hefur verið í bígerð að opna ytri landa­mæri Evrópu­sam­bandsins og Schengen svæð­isins þann fyrsta júlí. Sá dagur rennur upp á morgun en það var fyrst nú í dag sem Evrópu­sam­bandið birti lista yfir þau fimmtán lönd sem nú fá aðgang að aðild­ar­löndum Schengen um mánaða­mótin.

Líkt og áður hafði komið fram eru Banda­ríkja­menn ekki á lista enda er gerð krafa um að tíðni nýrra Covid-smita, í viðkom­andi landi, sé álíka eða undir meðal­tali Evrópu­sam­bands­ríkj­anna.

Löndin fimmtán sem um ræðir eru eftir­talin:

 • Alsír
 • Ástr­alía
 • Kanada
 • Georgía
 • Japan
 • Svart­fjalla­land
 • Marokkó
 • Nýja-Sjáland
 • Rúanda
 • Serbía
 • Suður-Kórea
 • Taíland
 • Túnís
 • Uruguay
 • Kína

Ferða­menn frá þessum löndum ættu þá samkvæmt öllu að geta farið að ferðast hingað til lands. Þess ber þó að geta að listinn verður uppfærður á tveggja vikna fresti til að byrja með.