MAX þoturnar mögu­lega í loftið í dag

Nú eru rúmlega fimmtán mánuðir liðnir frá því að Boeing MAX þotur voru kyrrsettar um heim allan í kjölfar tveggja flugslysa þar sem 346 manns misstu lífið. Orsök slysanna er rakinn til sérstaks hugbúnaðar í vélunum.

MAX þotur Icelandair. MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Að mati banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda er tíma­bært að hefja flug­próf­anir á Boeing MAX en allar þotur af þessari gerð voru kyrr­settar í mars í fyrra í kjölfar tveggja flug­slysa þar sem 346 manns misstu lífið.

Samkvæmt frétt Reuters er búist við að þessar próf­anir hefjist nú þegar í dag en ekki liggur fyrir hvenær þoturnar yrðu möguega teknar notkun á ný. Alls höfðu um fjögur hundruð MAX þotur verið afhentar þegar kyrr­setning hófst.

Þar af fóru sex til Icelandair en samtals pantaði félagið sextán MAX þotur. Stjórn­endur Icelandair eiga nú í viðræðum við Boeing um þær þotur sem eftir á að afhenda og eins frekari skaða­bætur vegna kyrr­setn­ing­ar­innar.

Icelandair var þó ekki eini félagið sem nýtti Boeing MAX þotur í Íslands­flug því það gerðu líka Air Canada og Norwegian.