Nærri tvöfalt fleiri um Reykjavíkurflugvöll en Keflavíkurflugvöll

Samdrátturinn er hlutfallslega mun minni í innanlandsfluginu en alþjóðaflugi í síðasta mánuði.

reykjavikurflugvollur isavia
Frá Reykjavíkurflugvelli Mynd: Isavia

Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 99,3 prósent í maí samkvæmt tölum Isavia. Það er nákvæmlega sami samsráttur og varð í apríl og rekja má til heimsfaraldursins. Þessa tvo mánuði var að jafnaði farin um ein áætlunarferð á dag frá Keflavíkurflugvelli.

Í heildina nýttu 4.064 farþegar sér þessar ferðir og þar af 313 skiptifarþegar.

Farþegafjöldinn á innanlandsflugvöllunum var öllu hærri. Þannig fóru nærri tvöfalt fleiri um Reykjavíkurflugvöll eða 7.554. Samdrátturinn þar nam um þremur fjórðu frá maí í fyrra eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.