Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum er ný formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands.

Hin nýja stjórn en þeir Örn Arnarson og Tómas Árdal sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Frá vinstri; Heba Finnsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir og Þórdís Bjarnadóttir. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Meðal helstu verkefna Markaðsstofu Norðurlands er að byggja upp ímynd Norðurlands gagnvart ferðafólki, samræma upplýsingagjöf, hvetja til nýsköpunar og markaðssetja nýjungar og viðburði. Markaðsstofan hefur líka á sinni könnu flugklasann 66N þar sem unnið er því að fá beint áætlunarflug til Akureyrar frá útlöndum.

Aðalfundur Markaðsstofunnar fór fram í lok maí og vegna ástandsins var um fjarfund að ræða. Venju samkvæmt var kosið í lausar stöður í stjórn og hlutskörpust urðu þau Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum, Örn Arnarson, eigandi Hótel Laugarbakka, Heba Finnsdóttir, eigandi veitingastaðanna Bryggjunnar og Striksins og Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri og koma þau því inn í stjórn ýmist til eins árs eða tveggja.

Viggó var kjörinn formaður á fyrsta stjórnarfundi sem fór fram á föstudaginn samkvæmt því sem segir í tilkynningu.