Samn­ingar við flug­stéttir duga ekki einir sér

Langtíma kjarasamningar við flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur liggja nú fyrir en ekki hefur náðst samkomulag við helstu kröfuhafa Icelandair samsteypunnar.

MYND: BERLIN AIRPORT

Stjórn­endur Icelandair lögðu ofurkapp á að ná lang­tíma kjara­samn­ingum við flug­menn, flug­freyjur og flug­virkja nú í sumar­byrjun. Þess háttar samn­ingar voru að þeirra mati forsenda fyrir því að fjár­festar myndu leggja félaginu til um þrjátíu millj­arða króna í boðuðu hluta­fjárút­boði.

Þessir kjara­samnigar liggja nú fyrir en þrátt fyrir það verður að fresta hluta­fjárút­boði Icelandair enn um sinn. Upphaf­lega var gert ráð fyrir að fjár­festa­kynning yrði birt þann 15. júní sl. en því var svo seinkað um hálfan mánuð eða til dagsins í dag. Samkvæmt tilkynn­ingu frá Icelandair nú í morg­uns­árið er nú bundnar vænt­ingar við að hluta­fjárútboð fari fram í ágúst.

Ástæðan fyrir seink­un­inni er sú að ennþá standa yfir viðræður við kröfu­hafa, t.d. flug­véla­leigu­sala og færslu­hirða. Til síðar­nefnda hópsins tilheyrir franska fyrir­tækið Ingenico en það sá einnig um greiðslumiðlum fyrir WOW air. Tals­menn Ingenico hafa ekki viljað tjáð sig við Túrista um stöðu viðræðna við Icelandair.

Sambærileg svör fást frá blaða­full­trúum Boeing. Stjórn­endur Icelandair hafa áður gefið út að viðræð­urnar við banda­ríska flug­véla­fram­leið­andann snúist um frekari bætur vegna kyrr­setn­ingar MAX vélanna og afhend­ingu á útistand­andi flug­vélum.

Í tilkynn­ingu Icelandair í morgun segir að fyrir­tæki vinni nú með íslenskum stjórn­völdum, Íslands­banka og Lands­bank­anum að útfærslu ríkis­ábyrgðar á láni til félagsins. Sú lána­fyr­ir­greiðsla verði háð samkomu­lagi við kröfu­hafa og að félagið nái mark­miðum sínum um öflun nýs hluta­fjár.

„Fari svo að samn­inga­við­ræður skili ekki tilætl­uðum árangri, mun félagið þurfa að ljúka fjár­hags­legri endur­skipu­lagn­ingu án aðkomu íslenskra stjórn­valda. Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjár­mögn­un­ar­aðila félagsins,” segir í tilkynn­ingu.

Þar kemur jafn­framt fram að það sé mat stjórn­enda Icelandair samsteyp­unnar að fjár­hagsleg endur­skipu­lagning sem byggi á gagn­kvæmum samn­ingum við kröfu­hafa sé ákjós­an­leg­asta leiðin til að tryggja hags­muni allra aðila, þar með talið hlut­hafa, fjár­mögn­un­ar­aðila, birgja, viðskipta­vina og starfs­fólks.

Hand­bært fé Icelandair samsteyp­unnar er nú um 150 millj­ónir Banda­ríkja­dala (tæplega 21 millj­arður íslenskra króna), sem er það umfram þriggja mánaða rekstr­ar­kostnað miðað við núver­andi aðstæður. Gera má ráð fyrir að tölu­verður hluti upphæð­ar­innar sé skuld­binding félagsins gagn­vart farþegum sem eiga pantað far með Icelandair á komandi mánuðum.