Samfélagsmiðlar

Samningar við flugstéttir duga ekki einir sér

Langtíma kjarasamningar við flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur liggja nú fyrir en ekki hefur náðst samkomulag við helstu kröfuhafa Icelandair samsteypunnar.

Stjórnendur Icelandair lögðu ofurkapp á að ná langtíma kjarasamningum við flugmenn, flugfreyjur og flugvirkja nú í sumarbyrjun. Þess háttar samningar voru að þeirra mati forsenda fyrir því að fjárfestar myndu leggja félaginu til um þrjátíu milljarða króna í boðuðu hlutafjárútboði.

Þessir kjarasamnigar liggja nú fyrir en þrátt fyrir það verður að fresta hlutafjárútboði Icelandair enn um sinn. Upphaflega var gert ráð fyrir að fjárfestakynning yrði birt þann 15. júní sl. en því var svo seinkað um hálfan mánuð eða til dagsins í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair nú í morgunsárið er nú bundnar væntingar við að hlutafjárútboð fari fram í ágúst.

Ástæðan fyrir seinkuninni er sú að ennþá standa yfir viðræður við kröfuhafa, t.d. flugvélaleigusala og færsluhirða. Til síðarnefnda hópsins tilheyrir franska fyrirtækið Ingenico en það sá einnig um greiðslumiðlum fyrir WOW air. Talsmenn Ingenico hafa ekki viljað tjáð sig við Túrista um stöðu viðræðna við Icelandair.

Sambærileg svör fást frá blaðafulltrúum Boeing. Stjórnendur Icelandair hafa áður gefið út að viðræðurnar við bandaríska flugvélaframleiðandann snúist um frekari bætur vegna kyrrsetningar MAX vélanna og afhendingu á útistandandi flugvélum.

Í tilkynningu Icelandair í morgun segir að fyrirtæki vinni nú með íslenskum stjórnvöldum, Íslandsbanka og Landsbankanum að útfærslu ríkisábyrgðar á láni til félagsins. Sú lánafyrirgreiðsla verði háð samkomulagi við kröfuhafa og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.

„Fari svo að samningaviðræður skili ekki tilætluðum árangri, mun félagið þurfa að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu án aðkomu íslenskra stjórnvalda. Slíkt ferli gæti tekið allt að tólf mánuði og á meðan á því stæði þyrfti félagið að fresta öllum greiðslum til fjármögnunaraðila félagsins,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að það sé mat stjórnenda Icelandair samsteypunnar að fjárhagsleg endurskipulagning sem byggi á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa sé ákjósanlegasta leiðin til að tryggja hagsmuni allra aðila, þar með talið hluthafa, fjármögnunaraðila, birgja, viðskiptavina og starfsfólks.

Handbært fé Icelandair samsteypunnar er nú um 150 milljónir Bandaríkjadala (tæplega 21 milljarður íslenskra króna), sem er það umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað miðað við núverandi aðstæður. Gera má ráð fyrir að töluverður hluti upphæðarinnar sé skuldbinding félagsins gagnvart farþegum sem eiga pantað far með Icelandair á komandi mánuðum.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …