Samfélagsmiðlar

Segir stjórnvöld loka augunum fyrir vandanum

Framkvæmdastjóri Nordic Visitor segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda verða til þess að störf muni hverfa, neytendur tapa fé og ríkissjóður fari á mis við skatttekjur til lengri tíma.

Ásberg Jónsson er framkvæmdastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor. Fyrirtækið er eitt það stærsta í skipulagningu á Íslandsferðum.

Allt frá að heimsfaraldurinn hófst og landamæri lokuðust hafa flugfélög og ferðaskrifstofur þurft að fella niður allar sínar ferðir. Á sama tíma hefur sala á nýjum reisum verið lítil sem engin vegna óvissunnar.

Þegar ferðum er aflýst þá eiga neytendur rétt á endurgreiðslu innan fjórtán daga. En það hefur reynst mörgum ferðaskrifstofum erfitt að mæta þessari kröfu í núverandi stöðu þegar tekjurnar eru engar.

Af þeim sökum hafa stjórnvöld víða í Evrópu reynt að koma til móts við ferðaskrifstofur með einhverjum hætti og líka hér heima. Nú er aftur á móti ljóst að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, þess efnis að heimila ferðaskrifstofum að gefa út inneignarbréf, í stað þess að endurgreiða ferðir, nýtur ekki stuðnings á Alþingi.

Aðspurður um stöðuna þá segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor, það sorglegt að fylgjast með fréttum um vanda margra fyrirtækja vegna ástandsins. Nefnir hann sem dæmi hótanir sem starfsmönnum ferðaskrifstofa hafa borist og svo baráttu framhaldsskólanema sem og annarra við að fá endurgreitt.

„Það er ljóst að kerfið og þau íþyngjandi lög sem gilda um starfsemi ferðaskrifstofa gerðu aldrei ráð fyrir þeim efnahagslegu hamförum sem dunið hafa á heimsbyggðinni. Fá fyrirtæki hafa því lent í eins miklum rekstrarvanda eins og ferðaskrifstofur,“ segir Ásberg.

Og ástæðan, að hans mati, er krafan um endurgreiðslu innan fjórtán daga frá því að ferð er felld niður. Jafnvel þó viðkomandi ferðaskrifstofa hafi verið búin að greiða birgjum fyrirfram og vinna alla sína vinnu fyrir hönd viðskiptavinarins.

„Staða ferðaskrifstofa hér á landi er þó mjög misjöfn eftir eðli og styrk en það er ljóst að fjöldi ferðaskrifstofa mun ekki komast í gegnum þetta mikla mótstreymi þó svo að verið sé að opna landið,“ bætir hann við.

„Það sem er þó sorglegast í þessu öllu er að yfirvöld hér á landi hefðu getað afstýrt þessu og tryggt neytendum endurgreiðslu með því að veita ferðaskrifstofum tímabundið lán til að endurgreiða eða í það minnsta boðið aðgang að brúarláni líkt og flest önnur rekstrarfélög geta sótt um. Lán til ferðaskrifstofa væru áhættulítil lán þar sem hægt væri að breyta lögum og veita veð í gjaldþrotatryggingu viðkomandi ferðaskrifstofa,“ fullyrðir Ásberg.

Hann segir að slík lán hefðu tryggt endurgreiðslur til viðskiptavina strax og stuðlað að áframhaldandi starfsemi viðkomandi fyrirtækis.

„Flest allar þjóðir Evrópu hafa viðurkennt vandann og hafa því annað hvort ákveðið að lána ferðaskrifstofum tímabundið eða gefið þeim heimild til að fresta endurgreiðslum til viðskiptavina. Ferðaskrifstofur eru toppurinn á dreifikeðju ferðaþjónustu og því hafa þessar þjóðir farið í aðgerðir til að viðhalda þessari mikilvægu starfsemi sem og að tryggja endurgreiðslur til neytenda,“ segir Ásberg.

Hann segir að nú sé staðan sú hér á landi að margar ferðaskrifstofur þurfi að verða gjaldþrota svo neytendur fái endurgreitt. „Það mun taka langan tíma að afgreiða slíkt og óljóst í dag hvort slíkar tryggingar nægi fyrir fullum endurgreiðslum.“

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …