Tæki­færi fyrir lággjalda­flug­félög í neyð­ar­samn­ingum Luft­hansa

Lufthansa verður að gefa eftir lendingarleyfi í Frankfurt og Munchen í kjölfar þess að þýsk stjórnvöld komu félaginu til bjargar.

Nú verður Lufthansa að gefa eftir hluta af lendingarleyfum sínum á flugvellinum í Frankfurt. Mynd: Frankfurt Airport

Þrátt fyrir að rekstur Luft­hansa Group hafi skilað hagnaði síðustu ár þá kemst samsteypan ekki í gegnum kórónu­veirukreppuna án ríkis­að­stoðar. Þýska stjórn­völd ætla því að koma félaginu til bjargar með níu millj­arða evru innspýt­ingu. Í staðinn eignast hið opin­bera fimmt­ungs hlut á fyrir­tækinu. Stefnt er að því að þau hluta­bréf verði seld í síðasta lagi árið 2023.

Evrópu­sam­bandið var tilbúið til að samþykkja þessa ríkis­að­stoð gegn því að Luft­hansa afsalaði sér sjötíu og tveimur lend­ing­ar­leyfum á flug­völl­unum í Frankfurt og Munchen. Í þessum tveimur borgum stendur flug­fé­lagið fyrir ríflega helm­ingi brott­fara.

Stjórn­endur Luft­hansa voru þó ekki tilbúnir til að kyngja þessum kröfum og í kjöl­farið lækkaði ESB skil­yrði sitt niður í tuttugu og fjögur lend­ing­ar­leyfi.

Það sætti forsvars­fólk Luft­hansa sig við og vóg þar þungt að eingöngu verður hægt að úthluta leyf­unum til nýrra flug­fé­laga í borg­unum tveimur. Þar með er útilokað að Ryanair geti fengið leyfin sem Luft­hansa skilur eftir í Frankfurt. Írska lággjalda­flug­fé­lagið getur aftur á móti reynt við lausu lend­ing­ar­leyfin í Munchen.

Hið breska easyJet getur svo farið hina leiðina og því það félag er í dag með flug til Munchen en ekki til Frankfurt.

Og forstjóri ungverska lággjalda­flug­fé­lagsins Wizz Air sér líka tæki­færi í þessari stöðu. Hann bendir á í viðtali við Bloom­berg á að Luft­hansa verði að endur­skipu­leggja rekstur sinn vegna ástandsins og þar með opnist mögu­leikar fyrir Wizz Air á þýska mark­aðnum.

Innan Luft­hansa Group eru líka stærstu flug­félög Aust­ur­ríkis, Belgíu og Sviss.