Tékkar gefa grænt ljós á íslenska túrista

Þegnar nítján Evrópuríkja þurfa ekki að sýna fram á neikvæðar niðurstöður í Covid-19 prófi þegar þeir heimsækja Tékkland. Þar á meðal eru Íslendingar en Tékkar þurfa þó að sanna að þeir eru smitlausir þegar þeir lenda á Keflavíkurflugvelli.

Þann 17. júní hefst áætlunarflug á ný frá Prag til Íslands. Mynd: Alejandro Cartagena / Unsplash

Þann fimmtánda júní ætla Tékkar, líkt og Íslend­ingar, að opna landa­mæri sín fyrir ferða­fólki frá Evrópu. Af þeim sökum hafa tékk­nesk stjórn­völd tekið upp lita­kerfi til að flokka þjóðir álfunnar með tilliti til útbreiðslu kóróna­veirunnar í viðkom­andi löndum.

Í græna flokkinn fara þær þjóðir sem Tékkar telja ólík­legar til að bera Covid-19 yfir landa­mærin. Nítján lönd, þar á meðal Ísland, flokkast sem græn hjá tékk­neskum yfir­völdum og þurfa þegnar þeirra ekki að fram­vísa neikvæðri niður­stöðu úr nýju smit­prófi við komuna til Tékk­lands.

Það þurfa aftur á móti íbúar appel­sínu­gulu ríkj­anna að gera. Þar á meðal eru Danir, Portúgalir, Hollend­ingar og Írar eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan sem Adam Vojtéch, heil­brigð­is­ráð­herra Tékk­lands, birti á Twitter. Tékkar sem snúa heim frá þessum löndum þurfa þó ekki í próf.

Bretar og Svíar er svo einu þjóð­irnar sem lenda í rauða hópnum og verða ferða­menn þaðan próf­aðir við komuna til Tékk­lands.

Tékkar hafa líkt og mörg lönd í aust­ur­hluta Evrópu komist nokkuð vel frá heims­far­aldr­inum. Þar voru stað­fest smit rétt rúmlega 9 þúsund í byrjun vikunnar og er 321 dauðs­fall rakið til Covid-19.

Tékk­neska flug­fé­lagið Czech Airliens ætlar að hefja Íslands­flug frá Prag á ný þann 17. júní og verða farnar tvær ferðir í viku. Tékkar sem hingað koma þurfa þó að sýna fram á neikvæðar niður­stöður í nýju prófi við kóróna­veirunni. Öfugt við þá Íslend­inga sem halda til Tékk­lands nú í sumar­byrjun.