Tölu­vert minni losun vegna flugrekstrar

Með falli WOW air þá hefur losun íslenskra flugrekanda dregist verulega saman.

Nú er uppgjöri íslenskra þátt­tak­enda í viðskipta­kerfi ESB með lost­un­ar­kvóta er lokið og niður­staðan er sú að raun­losun íslenskra flugrek­enda nam 596 þúsund tonnum. Það jafn­gildir samdrætti upp á 37,6 prósent á milli áranna 2018 og 2019.

Skýr­ingin á því liggur í færri þátt­tak­endum samkvæmt því sem segir í frétt á vef Umhverf­is­stofn­unnar, umsjón­ar­aðila viðskipta­kerf­isins hér á landi. Það var einmitt í mars í fyrra sem WOW air varð gjald­þrota en félagið var á tíma­bili orðið álíka umsvifa­mikið í farþega­flugi og Icelandair.

Losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda vegna flugrekstur í fyrra var því svip­aður og árið 2015 en þá hóf WOW air einmitt Amer­íkuflug.

Athygli vekur að losun Icelandair jókst umtals­vert í fyrra eða úr 501 þúsund tonni í nærri 568 þúsund tonn. Það jafn­gildir 13 prósent aukn­ingu. Á sama tíma jókst sætaframboð félagsins um þrjá af hundraði.

Megin­skýr­ingin á þessari viðbót­ar­losun flug­fé­lagsins var aukin áhersla á áætl­un­ar­ferðir til annarra Evrópu­ríkja. Fyrr­nefndar losun­ar­tölur taka nefni­lega aðeins til flug­ferða innan evrópskrar flug­helgi. Einnig spilar inn í að MAX þotur Icelandair voru kyrr­settar í mars í fyrra en þær eru mun spar­neyttari en eldri flug­vélar félagsins og menga því minna.

Ásdís Péturs­dóttir, upplýs­inga­full­trúi Icelandair, bendir jafn­framt á að heild­ar­losun Icelandair hafi í fyrra aukist um þrjú prósent og er þá horft til allra flug­ferða félagsins en ekki bara Evrópuflugs.