Samfélagsmiðlar

Undirbúa aðgerðir komi til gjaldþrots Icelandair

Það styttist hlutafjárútboð Icelandair þar sem stefnt er að 30 milljörðum króna sem eiga að koma félaginu í gegnum núverandi krísu.

Eftir viku ætla stjórnendur Icelandair Group að ljúka viðræðum við kröfuhafa, leigusala, Boeing og stjórnvöld í tengslum við boðað hlutafjárútboð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áætlun sem kynnt var hluthöfum Icelandair samsteypunnar í lok maí.

Dagana 16. til 22. júní er svo stefnt að því að gefa út fjárfestakynningu og birta skilmála útboðsins. Þar er ætlunin að safna um þrjátíu milljörðum króna en lánadrottnum býðst þó að breyta hluta af kröfum sínum í hlutafé. Meðal stærstu kröfuhafa Icelandair eru ríkisbankarnir tveir, Íslandsbanki og Landsbanki.

Strax í byrjun næsta mánaðar eiga niðurstöður hlutafjárútboðsins að liggja fyrir. Því má segja að örlög Icelandair ráðist eftir rúmar þrjár vikur. Og innan stjórnarráðsins hefur að undanförnu verið settur aukinn þungi í gerð áætlunar sem hrundið verður í framkvæmd ef útboðið heppnast ekki eða ef Icelandair fer í þrot. Þetta herma heimildir Túrista.

Í þeirri vinnu mun vera horft til þess hvernig flytja megi núverandi flugrekstrarleyfi yfir í nýtt fyrirtæki án þess að flugsamgöngur falli niður í lengri tíma.

Þar skiptir sköpum að fá fljótt afnot af Boeing þotum Icelandair af því gefnu að samningar takist við flugstéttir sem hafa réttindi á viðkomandi flugvélagerð. Of tímafrekt væri á þessum tímapunkti að skipta yfir í Airbus flugvélar.

Nýtt félag gæti ólíklega gengið að sömu lendingarleyfum og Icelandair er með í dag, sérstaklega ekki við Heathrow í London. Við fall Monarch flugfélagsins árið 2017 runnu til að mynda lendingarleyfi félagsins í Bretlandi inn í þrotabú þess félags.

Í öðrum löndum en Bretlandi eru lendingarleyfi ekki réttindi sem ganga kaupum og sölum á milli flugfélaga. Og vegna heimsfaraldursins þá stefnir í að töluvert verði af lausum tímum á flugvöllum sem annars eru þéttsetnir, t.d. Gatwick í London þar sem bæði British Airways og Virgin Atlantic ætla að draga úr starfsemi þar.

Úrlausnarefnin sem horft er til komi til falls Icelandair Group eru skiljanlega miklu fleiri. Til að mynda staða annarra dótturfélaga en Icelandair sjálfs en undir samsteypuna heyra flugþjónustufyrirtækið IGS, ferðaskrifstofurnar Iceland Travel og Vita, fraktflutningar Icelandair og Loftleiðir. Rekstur Air Iceland Connect og Icelandair var aftur á móti sameinaður í ársbyrjun.

Þess má geta að komi til þess að Icelandair fari í þrot þá ættu almennir farþegar að fá farmiða endurgreidda í gegnum greiðslukortafyrirtæki. Um leið er þó engin trygging fyrir því að farþegarnir endurbóki með nýju félagi. Þar með er hætta á samdrátturinn í ferðaþjónustunni yrði ennþá meiri en ef Icelandair kemst í gegnum krísuna.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …