25 þúsund fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll

Í takt við tíðari flugferðir þá fjölgar þeim sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er þú mun fámennara en á sama tíma í fyrra.

Í apríl og maí var að jafnaði ein brottför á dag frá Keflavíkurflugvelli en seinnihlutann í júní tók flugið við sér á ný eftir að grænt ljós fékkst á ferðalög innan Evrópu.

Frá fimmtánda júní og til síðustu mánaðamóta voru þannig farnar um tíu ferðir á dag héðan til útlanda. Þar með fjölgaði farþegunum í Leifsstöð og samtals áttu 29.355 farþegar leið þar um í júní. Í maí voru farþegarnir rétt fjögur þúsund talsins og um 3.132 í apríl.

Þrátt fyrir framförina í júní þá er engu að síður langt í að umferðin um Keflavíkurflugvöll jafnist á það sam var fyrir Covid-19. Þannig nam samdrátturinn í júní 96 prósentum í samanburði við sama tíma í fyrra eins og sjá má á súluritinu.