83,5 prósent samþykktu kjarasamning

Mikill stuðningur við nýjan kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group.

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2025. Atkvæðagreiðslu lauk í dag og voru 921 á kjörskrá. Atkvæðu greiddu 812 eða 88,17 prósent.

Af þeim samþykktu 83,5 prósent samninginn en 13,42 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auð atkvæði voru 25 eða 3,08 prósent.