Afnema takmark­anir gagn­vart íbúum fjórtán ríkja

Nú mega túristar koma hingað frá Japan, Ástralíu og fleiri þjóðum sem hafa vegið nokkuð þungt í ferðamannaflórunni hér á landi síðustu ár.

Nú mega hingað koma ferðamenn frá nokkrum löndum utan Evrópu og Schengen-svæðisins. Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að fram­lengja þær ferða­tak­mark­anir sem gilda innan Evrópu­sam­bandsins og Schengen svæð­isins. Á sama tíma verða takmark­anir gagn­vart íbúum fjórtán ríkja afnumdar frá og með 15. júlí í samræmi við ákvörðun aðild­ar­ríkja ESB. Þetta kemur fram í frétt á vef dóms­mála­ráðu­neyt­isins.

Ríkin fjórtán eru eftir­far­andi: Alsír, Ástr­alía, Kanada, Georgía, Japan, Marókkó, Nýja-Sjáland, Rúanda, Serbía, Suður-Kórea, Svart­fjalla­land, Túnis, Tæland og Úrugvæ.

Listi þessi verður endur­skoð­aður reglu­lega samkvæmt því sem segir í frétt ráðu­neyt­isins.

Þar kemur jafn­framt fram að engar aðrar breyt­ingar verði heldur á undan­þágum frá takmörk­unum vegna brýnna erinda­gjörða. Áfram verður t.a.m. náms­mönnum frá ríkjum utan Schengen sem hyggjast stunda nám og sérfræð­ingum í vinnu­tengdum erindum heimilt að koma til landsins.