Bíða ráðlegg­inga sótt­varn­ar­læknis varð­andi stöðuna á Kefla­vík­ur­flug­velli

Samhæfingarteymi stjórnvalda kom saman í dag til að ræða þá stöðu sem komin eru upp vegna aukins farþegaflugs.

MYND: ISAVIA

Það er útlit fyrir að aflýsa þurfi fjölda flug­ferða til Íslands á næst­unni þar sem umferðin til landsins er að aukast. Ástæðan er sú að afkasta­getan í sýna­töku í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar takmarkast við tvö þúsund farþega á sólar­hring. Líkt og Túristi hefur fjallað um síðustu daga þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verði að því að velja milli flug­ferða.

Samhæf­ing­ar­t­eymi stjórn­valda kom saman í dag vegna ástandsins en upphaf­lega stóð til að hópurinn myndi hittast á miðviku­daginn. Að sögn Páls Þórhalls­sonar, skrif­stofu­stjóra í forsæt­is­ráðu­neytinu, sem leiðir samhæf­ing­ar­t­eymið, þá eru valkost­irnir í stöð­unni í raun tveir.

Í fyrsta lagi að fram­fylgja stíft þessu þaki sem afkasta­getan í sýna­tök­unni setur en í öðru lagi að fjölga lönd­unum sem eru á örugga list­anum svokallaða. Á honum eru í dag Græn­land og Færeyjar. Þar með þurfa farþegar frá þessum löndum ekki í sýna­töku né sóttkví við komuna til Íslands.

Páll segir að það sé núna verk sótt­varn­ar­læknis að koma með tillögu að næstu skrefum og hún byggi þá á þeim niður­stöðum sem fengist hafa í skimun­inni nú þegar.

Samkvæmt heim­ildum Túrista þá stefnir í að aflýsa þurfi tíu til tólf ferðum til Kefla­vík­ur­flug­vallar í lok vikunnar og álíka mörgum í næstu viku vegna takmörk­un­ar­innar. Gera má ráð fyrir að hátt í fimmtán hundruð farþegar eigi bókað far með þessum flug­vélum.