Ekki nægur stuðningur frá kröfuhöfum SAS

Eftir viku stóð til að halda fund með eigendum skuldabréfa í SAS. Af honum verður þó ekki þar sem stuðningur við að breyta kröfum í hlutafé er ekki nægjanlegur.

MYND: SAS

Í dag eiga danska og sænska ríkið samtals nærri þrjátíu prósent hlut í SAS og stjórnvöld í þessum löndum eru til í að leggja félaginu til meira hlutafé og líka lánsfé. SAS líkt og fleiri flugfélög er nefnilega í þröngri stöðu vegna kórónuveirukreppunnar.

Skilyrði fyrir þessum opinbera stuðningi er þó að kröfuhafar, þar á meðal eigendur skuldabréfa, breyti hluta af sínum lánum til félagsins í hlutafé.

Á lok næstu viku stóð til að halda tvo fundi með skuldabréfaeigendum en þeir hafa nú verið blásnir af. Ástæðan er sú að ennþá hefur ekki nægjanlega stór hluti kröfuhafa kvittað upp á þessa skuldabreytingu samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá SAS nú í morgun.

Þar segir að stjórnendur SAS muni nú hefja viðræður við kröfuhafa vegna stöðunnar sem komin er upp.