Samfélagsmiðlar

Ennþá engar flugsamgöngur til og frá Grænhöfðaeyjum

Capo Verde flugfélagið er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta. Bundnar eru vonir við að þotur félagsins komist á loft á ný í næsta mánuði.

Áfram er unnið að framtíðar fjármögnun flugfélagsins Capo Verde Airlines en íslenskir fjárfestar undir forystu Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group, tóku við stjórnartaumunum í félaginu í fyrra. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri Capo Verde Airlines, segir í svari til Túrista að viðræður standi enn yfir milli hluthafa félagsins varðandi langtíma fjármögnun þess.

Vegna útbreiðslu kórónaveirunnar voru allar ferðir Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum felldar niður þann 18. mars sl. og segir Erlendur að vonir standi til að opnað verði fyrir einhvern fjölda flugferða í ágúst.

Hann bendir þó á að óvissa ríki um hvaða takmarkanir verði á flugi Afríkuþjóða til Evrópu og Brasilíu en viðskiptamódel Capo Verde Airlines byggir á áætlunarflugi til fjögurra heimsálfa. Þannig fljúga þotur félagsins til áfangastaða í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og svo innan Afríku.

Nýtt efni

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …