Ennþá engar flug­sam­göngur til og frá Græn­höfða­eyjum

Capo Verde flugfélagið er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta. Bundnar eru vonir við að þotur félagsins komist á loft á ný í næsta mánuði.

Áfram er unnið að fram­tíðar fjár­mögnun flug­fé­lagsins Capo Verde Airlines en íslenskir fjár­festar undir forystu Loft­leiða, dótt­ur­fé­lags Icelandair Group, tóku við stjórn­artaum­unum í félaginu í fyrra. Erlendur Svavarsson, fram­kvæmda­stjóri Capo Verde Airlines, segir í svari til Túrista að viðræður standi enn yfir milli hlut­hafa félagsins varð­andi lang­tíma fjár­mögnun þess.

Vegna útbreiðslu kóróna­veirunnar voru allar ferðir Cabo Verde Airlines á Græn­höfða­eyjum felldar niður þann 18. mars sl. og segir Erlendur að vonir standi til að opnað verði fyrir einhvern fjölda flug­ferða í ágúst.

Hann bendir þó á að óvissa ríki um hvaða takmark­anir verði á flugi Afríku­þjóða til Evrópu og Bras­ilíu en viðskipta­módel Capo Verde Airlines byggir á áætl­un­ar­flugi til fjög­urra heims­álfa. Þannig fljúga þotur félagsins til áfanga­staða í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og svo innan Afríku.