Helmings fækkun á innanlandsflugvöllum á fyrri helmingi árs

Krísan sem útbreiðsla Covid-19 hefur valdið nær ekki bara til alþjóðaflugs þó samdrátturinn þar sé mun meiri en í innanlandsfluginu.

Frá Ísafjarðarflugvelli. Mynd: Air Iceland Connect

Það voru tæplega 167 þúsund farþegar sem flugu til og frá flugvöllum landsins, að Keflavíkurflugvelli undanskildum, fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra nam fjöldinn um 341 þúsund farþegum og samdrátturinn því 51,2 prósent.

Eins og gefur að skilja skrifast stærsti hluti þessa á Covid-19 og þeirra áhrifa sem útbreiðsla veirunnar hefur valdið. Samdrátturinn var þó líka töluverður fyrir krísuna því farþegum á innanlandsflugvöllunum fækkaði um átján af hundraði fyrstu tvo mánuði ársins.

Í ársbyrjun vó þungt að þá var ekki flogið með breska ferðamenn beint til Akureyrar líkt og gert hafði verið árin á undan. Alþjóðaflug um minni flugvelli landsins er nefnilega hluti af farþegatölum Isavia hér fyrir neðan.