Samfélagsmiðlar

Hinir samningarnir sem Icelandair á eftir að ná

Nú geta stjórnendur Icelandair Group væntanlega helgað sig samningum við kröfuhafa, flugvélaeigendur og Boeing. Þessir viðsemjendur eiga þó viðræðum á fleiri vígstöðvum því krísan í fluggeiranum er alvarlega.

Ef endureisn Icelandair samsteypunnar væri á áætlun þá hefði boðað hlutafjárútboð félagsins klárast í byrjun þessa mánaðar. Staðan er hins vegar allt önnur eins og umræða síðustu tveggja sólarhringa ber vott um.

Nýir samningar við Flugfreyjufélag Íslands eru reyndar í höfn en af yfirlýsingum deiluaðila að dæma þá byggir sá í raun á samkomulaginu frá 25. júní. Nema nú hefur Icelandair bakkað með kröfur um aukna vinnuskyldu.

Þetta er þó síður en svo síðasta samkomulagið sem stjórnendur flugfélagins verða að ná áður en hægt verður að gefa út fjárfestakynninguna sem upphaflega átti að koma út 16. júní.

Viðræður við kröfuhafa, flugvélaeigendur, Boeing og færsluhirða standa ennþá yfir. Alla vega hefur Icelandair ekki sent frá sér tilkynningar þess efnis að fundist hafi farsæl lausn varðandi núverandi skuldbindingar gagnvart þessum svokölluðu hagaðilum.

Þannig liggur ekki fyrir hvor CIT bankinn, Landsbankinn eða Íslandsbanki eru tilbúnir til að afskrifa kröfur eða jafnvel breyta lánum í hlutafé. Flöskuhálsinn í þeim viðræðum gæti verið CIT bankinn en sá rekur sérstakt lánasvið fyrir flugfélög. Og vegna kreppunnar sem ríkir í fluggeiranum þá eiga starfsmenn bankans væntanlega í viðræðum í dag við miklu stærri lántakendur en Icelandair. Þeir stóru eru þá sennilega í forgangi.

Á meðan bíða þá stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans því varla er réttlætanlegt að þeir gefi miklu meira eftir en hinn bandaríski CIT banki. Fordæmið sem íslenska bankafólkið fylgir kemur þá að utan.

Eins og Túristi hefur áður rakið þá stendur stærð Icelandair félaginu líklega líka fyrir þrifum gagnvart Boeing. Flugfélög og flugvélaleigur keppast nefnilega þessa dagana við afpanta flugvélar eða seinka afhendingu þota.

Í því umhverfi má velta fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair sjái tækifæri í að breyta samningi um kaup á MAX þotum í pantanir á minnstu gerðinni af Dreamliner þotum. Félagið þarf nefnilega á langdrægum, eyðslugrönnum þotum að halda. Og floti sem samanstendur af MAX og Dreamliner eru mögulega hagkvæmari til lengri tíma en blanda af Boeing og Airbus.

Ein stærsta skuldbinding Icelandair í dag er svo gagnvart fyrirtækjunum sem taka við greiðslukortagreiðslum farþega. Þessi færslufyrirtæki hafa í gegnum tíðina treyst Icelandair og félagið hefur því fengið stærstan hluta af söluverðinu strax við pöntun. WOW air fékk aftur á móti fyrst peninginn eftir að farþeginn var farinn í ferðalagið.

Færslufyrirtækin eru nefnilega skuldbundin farþegunum og þurfa þar með að endurgreiða farmiðaverðið ef íslenska flugfélagið fer í þrot. Á sama tíma er það mikilvægur hluti af viðspyrnu Icelandair að fá áfram söluverðið beint inn á reikninginn en þurfa ekki að bíða eins og WOW gerði. Stjórnendur Icelandair leggja því líklega mikla áherslu á að halda í gamla fyrirkomulagið.

Óvissan sem þarf að eyða fyrir hlutafjárútboðið snýr því ekki bara að kosningu félaga í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …