Samfélagsmiðlar

Icelandair eykur farþegaflug um nærri þriðjung í lok ágúst

Flugáætlun Icelandair í þessari viku gerir ráð fyrir að jafnaði tíu brottförum á dag. Upp úr miðjum næsta mánuði er gert ráð fyrir nokkru meiri umsvifum.

Vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna var listinn yfir þær þjóðir sem ekki þurfa í skimun á Keflavíkurflugvelli lengdur fyrir tveimur vikum síðan. Þá bættust Þjóðverjar, Danir, Norðmenn og Finnar við listann en áður höfðu aðeins Grænlendingar og Færeyingar verið á honum.

Með þessum breytingum reyndir ekki á afkastagetuna við skimun á Keflavíkurflugvelli en hún miðast við að hámarki tvö þúsund sýni á dag.

Nú ríkir aftur á móti óvissa um hvort þessi listi yfir svokallaðar öruggar þjóðir verði styttur á ný. Ef það gerist má gera ráð fyrir að aftur reyni á þetta þak í smitprófunum líkt og Túristi hefur áður fjallað um.

Flugumferðin til landsins er nefnilega að aukast og sérstaklega seinni hlutann í ágúst. Til marks um það þá gerir Icelandair ráð fyrir allt að 97 ferðum í viku í lok ágúst en í þessari viku eru ferðirnar sjötíu talsins. Hlutfallslega nemur aukningin 31 prósenti.

Áætlun Icelandair næstu tvær vikur gerir aftur á móti ráð fyrir álíka mörgum ferðum og nú eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …