Icelandair tapaði um 7 milljónum króna á klukkustund

Tekjur Icelandair samsteypunnar féllu um 85 prósent á öðrum fjórðungi ársins. Tap félagsins nam allt að rúmlega fimmtán milljörðum þessa þrjá mánuði sem ferðalög milli landa lágu nánast alveg niðri.

Farþegaþotur Icelandair voru að mestu á jörðu niðri á öðrum fjórðungi ársins. Mynd: Isavia

Það vakti athygli í vor þegar forstjóri Lufhansa Group sagði taprekstur fyrirtækisins nema um einni milljón evra á klukkustund. Það jafngilti þá um 157 milljónum króna. Þessar ófarir mátti rekja beint til kórónuveirukreppunnar sem þá var í hámæli.

Miðað við nýbirt bráðabirgðauppgjör Icelandair samsteypunnar þá hefur tapreksturinn þar á bæ numið að jafnaði um sjö milljónum króna á hvern klukkutíma í apríl, maí og júní.

Rekstrartap Icelandair Group nam á þessum öðrum ársfjórðungi nam nefnilega 100 til 110 milljónum dollara. Það jafngildir 14,1 til 15,5 milljarði króna ef miðað er við meðalgengi dollara á þessu tímabili.

Umsvif Icelandair Group voru líka mjög takmörkuð á öðrum ársfjórðungi og drógust tekjurnar saman um 85 prósent og námu rétt 8,5 milljarði króna.