Samfélagsmiðlar

Kallar eftir reglum frá Íslandi um hvaða flugferðir skuli fella niður

Aflýsa þarf fjölda áætlunarferða til Keflavíkurflugvallar næstu daga þar sem afkastageta í smitprófunum á komufarþegum er ekki nægjanlega mikil. Isavia segir það verkefni samræmingarstjóra á vegum Samgöngustofu að fækka flugferðunum. Samræmingarstjórinn sjálfur segir að það sé ekki hans að leggja línurnar.

kef taska 860

Útlit er fyrir að fella þurfi niður flugferðir um tvö þúsund farþega til Íslands næstu daga.

Frá því að smitprófanir á komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hófust þann 15. júní þá hefur afkastagetan takmarkast við tvö þúsund sýni á dag. Hingað til hefur ekki reynt á þetta hámark en frá og með miðvikudeginum þarf að fella niður allt að sex áætlunarflug á dag til að halda fjölda komufarþega undir tveimur þúsundum.

Talsmaður Isavia segir að ef fjöldi farþega fer umfram skimunargetu heilbrigðisyfirvalda þá sé það samræmingarstjóri, sem starfar sjálfsætt og er ráðinn af Samgöngustöfu, sem takist á við þá stöðu líkt og Túristi greindi frá í gær.

Sá sem gegnir hlutverki samræmingarstjóra fyrir íslenska flugvelli er Daninn Frank Holton, framkvæmdastjóri Airport Coordination. Hann heldur meðal annars utan um úthlutun lendingarleyfa á Keflavíkurflugvelli og raðar því niður dagskrá flugvallarins.

„Ég sé að Isavia reiknar með að ég, sem samræmingarstjóri, taki að mér það verkefni að valda farþegum og flugfélögum vonbrigðum með því að svipta þau áður staðfestum lendingartímum. Það get ég gert en ákvörðun um slíkt verður að koma frá Samgöngustofu og þaðan þurfa að koma leiðbeiningar um hvernig velja eigi á milli flugferða við þessar sérstöku aðstæður,“ segir Holton í samtali við Túrista nú í morgunsárið.

„Eins og staðan er í dag þá þyrfti að auka afkastagetuna í smitprófunum upp í þrjú þúsund sýni á dag, næstu tvær vikur, til að koma í veg fyrir niðurfellingu á flugferðum,“ útskýrir Holton. Hann bætir við að önnur lausn gæti verið að veita ákveðnum þjóðum undanþágu frá prófunum.

Holton þykir það þó ósanngjarnt að neyða flugrekendur til að fella niður flugferðir vegna stöðunnar hér á landi. „Við sjáum öll að fluggeiranum er við það að blæða út og þar rær fólk lífróður á hverjum degi. Það er því erfitt að innleiða sérstakar hindranir vegna takmarkaðrar afkastagetu í smitprófunum á komufarþegum.“

Samræmingarstjórinn segist líka spyrja sig hver eigi að ábyrgjast kostnaðinn sem hlýst af því að fella niður ferðir fjölda farþega. Ekki bara skaðabætur vegna flugmiða heldur líka vegna kaupa á gistingu, leigu á bílum og svo framvegis.

Samkvæmt upplýsingum Túrista þá hefur verið boðaður aukafundur hjá samræmingarteymi íslenskra stjórnvalda í dag vegna stöðunnar sem upp er komin. Ljóst má þó vera að fyrirsjáanlegt var að afkastagetan í smitprófunum á Keflavíkurflugvelli yrði flöskuháls fyrir flugumferð.

Líkt og Túristi fjallaði um í gær má gera ráð fyrir að ferðaplön um tvö þúsund farþega muni riðlast næstu daga vegna þessar niðurfellinga sem grípa þarf til. Samkvæmt evrópskum reglum eiga farþegar rétt á bótum upp á 400 evrur, 64 þúsund krónur, ef flugferðir eru felldar niður með stuttum fyrirvara. Ef þær reglur ná utan um þær aðstæður sem nú eru komnar upp þá þarf að greiða farþegu næstu daga samtals um 128 milljónir í bætur.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …