Samfélagsmiðlar

Leita annarra leiða ef flugfreyjur vilja ekki vinna í breyttu umhverfi

Deila Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er á ný komin í hnút. Forstjóri Icelandar Group hefur skilning á því að erfitt sé að samþykkja kjaraskerðingar en þær séu þó forsenda fyrir aðkomu fjárfesta.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Félagar í Flugfreyjufélagi Ísland (FFÍ) kolfelldu kjarasamning félagsins við Icelandair. Sá samningur var ein af forsendunum fyrir því að félagið geti farið í boðað hlutafjárútboð líkt og ítrekað hefur komið fram í máli forsvarsfólks Icelandair.

„Ég hef fullan skilning á að erfitt sé að samþykkja eins miklar breytingar á kjarasamningi og gerðar voru. Enda búið að berjast fyrir þessum kjörum í tugi ára. Það er engu að síður staðreynd að síðustu tuttugu ár hafa sprottið upp ný flugfélög með allt annan strúktur í kjaramálum. Gamalgrónir keppinautar eins og t.d. SAS og Finnair hafa af þeim sökum gert breytingar á áhafnasamningum sem leiða af sér lægri kostnað. Við höfum aftur á móti bætt við girðingum í okkar samninga og aukið flækjustig,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Hann segir að núna standi félagið á ný frammi fyrir gjörbreyttum flugheimi og breytingar á kjörum séu óumflýjanlegar. „Annars sitjum við eftir. Flugmenn áttuðu sig á þessari stöðu og unnu með félaginu að því að gera viðamiklar breytingar á kjarasamningi,“ bætir Bogi við.

Hann telur ljóst að enginn muni fjárfesta í félaginu ef ekki tekst að gera þessar breytingar.

Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands hafa forgang í störf hjá Icelandair en það ákvæði byggir ekki á sama grunni og réttur flugmanna líkt og fram í máli Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns FÍA, hér á Túrista í gær.

Aðspurður vill Bogi ekki tjá sig um líkurnar á því að deilan við Flugfreyjufélag Íslands endi fyrir Félagsdómi. Og þá hvort látið verði reyna á hið fyrrnefnda forgangsréttarákvæði. Hann segir það þó liggja fyrir að ef meðlimir FFÍ vilji ekki starfa hjá flugfélaginu í þessu breytta umhverfi þá verður að leita annarra leiða. „Við erum að skoða stöðuna.“

Samkvæmt því sem Túristi kemst næst þá myndi kjaradeila Icelandair og FFÍ aðeins enda á borði Félagsdóms ef Icelandair semur við annað stéttarfélag flugfreyja og flugþjóna. Í framhaldinu væri viðbúið að Flugfreyjufélagið myndi láta reyna á fyrrnefnt forgangsréttarákvæði.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …