Samfélagsmiðlar

Næst stærsti hluthafi Norwegian er meðal viðsemjenda Icelandair

TF-ICA er í dag eina Boeing MAX 9 þotan í flota Icelandair. Sú flugvél er í eigu kínverskrar flugvélaleigu sem jafnframt á nærri 13 prósent hlut í einum helsta keppinaut Icelandair.

Hinar kyrrsettu MAX þotur Icelandair. TF-ICA sem er í eigu BOC Capital stendur þarna fremst.

Flugvélaleigur, skuldabréfaeigendur og aðrir kröfuhafar tóku Norwegian yfir nú í sumarbyrjun í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu flugfélagsins. Eldri hluthafar héldu eftir litlum hlut í fyrirtækinu.

Þessi umbreyting var forsenda fyrir því að Norwegian fengi neyðarlán frá norska ríkinu. Skilyrðin voru nefnilega þau að flugfélagið myndi grynka á skuldum og hækka eiginfjárhlutfallið.

Það sem vakti einna mesta athygli við þessa uppstokkun, á eignarhaldi Norwegian, var að kínverska ríkið varð óbeint næst stærsti hluthafinn í norska flugfélaginu í gegnum flugvélaleiguna BOC Aviation. Það fyrirtæki tilheyrir ríkisbankanum Bank of China.

Kínverjarnir eiga því í dag 12,7 prósent hlut í Norwegian en líkt og Túristi hefur áður rakið þá hefur norska flugfélagið veitt Icelandair gríðarlega samkeppni í flugi til Norður-Ameríku síðustu ár.

Og þessa dagana vinna stjórnendur Icelandair að því að byggja upp fjárhag síns flugfélags á ný. Í tengslum við þá vinnu eiga sér stað viðræður við flugvélaleigusala líkt og fram kom í tilkynningu frá félaginu á mánudagsmorgun.

Meðal þeirra sem þá þurfa að koma til móts við Icelandair er einmitt BOC Aviation. Það félag á nefnilega Boeing MAX9 þotuna sem Icelandair fékk afhenda í febrúar 2019. Nokkrum vikum áður en MAX þotur voru kyrrsettar um allan heim.

Icelandair hafði sjálft keypt þessa MAX þotu árið 2012 en tveimur mánuðum fyrir afhendingu hennar þá seldi félagið flugvélina til BOC Aviation og endurleigði á ný. Þess háttar viðskipti eru algeng í rekstri flugfélaga.

Skuldbindingin gagnvart BOC Aviation eru þó líklega mun meiri því í kauphallartilkynningu Icelandair, í árslok 2018, kemur fram að kínverska flugvélaleigan kaupi tvær af MAX þotum Icelandair og endurleigi svo á ný til félagsins. Því til viðbótar átti BOC Aviation að fjármagna fyrirframgreiðslur Icelandair á Boeing MAX flugvélum sem þá stóð til að afhenda 2019 og 2020.

„Fjármögnunin nemur um 200 milljónum bandaríkjadollara á tímabilinu og sjóðsstaða félagsins hækkar um 160 milljónir bandaríkjadollara í kjölfar samningsins,“ segir í tilkynningunni. Í komandi hlutafjárútboði Icelandair er einmitt ætlunin að fá inn nýtt hlutafé fyrir 200 milljónir dollara. Það jafngildir um 28 milljörðum króna á gengi dagsins.

Aðeins önnur þessara MAX þota sem BOC Aviation keypti af Icelandair í árslok 2018 náði hingað til lands fyrir kyrrsetninguna í mars í fyrra. Sú staðreynd gæti haft sitt að segja varðandi heildarskuldbindingu Icelandair gagnvart kínversku flugvélaleigunni.

Þess má geta að það er mjög óvenjulegt að flugvélaleigur eigi stóran hlut í flugfélagi eins og nú er raunin með Norwegian. Þess háttar getur flækt stöðu leigufyrirtækjanna gagnvart öðrum flugfélögum og viðskiptavinum. Það er því almennt búist við að breytingar verði á eigendahópi Norwegian fyrr en síðar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …