PAR selur og Högni Pétur kaupir

Bandaríski vogunarsjóðurinn heldur uppteknum hætti og losar sig við bréf í Icelandair Group.

Mynd: Icelandair

Af tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair Group þá var bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management sá eini sem seldi bréf í félaginu í vikunni. Samtals seldi sjóðurinn rúmlega 6,7 milljónir hluta.

Og fjárfestirinn Högni Pétur Sigurðsson var sá eini sem bætti við sig hlutabréfum eða um 2,4 milljónum hluta. Högni Pétur á nú orðið 3,42 prósent í Icelandair samteypunni á meðan hlutur PAR Capital er komið niður í 11,26 prósent.

Bandaríski sjóðurinn var stærsti hluthafinn í Icelandair í vor með 13,5 prósent. Núna er Lífeyrissjóður verzlunarmanna aftur á móti stærstur með 11,81 prósent en eign sjóðsins hefur ekkert breyst að undanförnu.