Segja Kanaríeyjar öruggar

Spænski eyjaklasinn stóðst úttekt forsvarsfólks ferðamálanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Nú er á ný flogið héðan til Kanaríeyja. MYND: FERÐAMÁLARÁÐ KANARÍEYJA

Aðalritari ferðamálaráðs Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) lagði leið sína til Kanaríeyja í vikunni ásamst fjölmennri sendinefnd. Tilgangurinn var að gera úttekt á stöðunni á eyjaklasanum og fóru fulltrúar nefndarinnar um Kanarí, Tenerife og Lanzarote.

Niðurstaðan úttektarinnar er sú að spænski eyjaklasinn er öruggur áfangastaður. Er þá sérstaklega horft til hreinlætis og þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 faraldursins.

Ferðamálaráðherra Spánar lýsti yfir mikill ánægju með þessa viðurkenningu samkvæmt frétt Canarian Weekly. Sagðist hann vona að þetta flýtti fyrir bata í ferðaþjónustu landsins. Sú atvinnugrein vegur skiljanlega þungt í efnahag Kanaríeyja og reyndar á það sama við um flestra aðra hluta Spánar.

Þess má geta að í gær hófust á ný flugsamgöngur héðan til Tenerife á vegum Úrval-Útsýn og VITA. Flogið verður vikulega út sumarið og það sama gildir um ferðir til Alicante. Fyrsta brottförin til þeirrar borgar er á dagskrá á morgun.