Segja Kana­ríeyjar öruggar

Spænski eyjaklasinn stóðst úttekt forsvarsfólks ferðamálanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Nú er á ný flogið héðan til Kanaríeyja. MYND: FERÐAMÁLARÁÐ KANARÍEYJA

Aðal­ritari ferða­mála­ráðs Sameinuðu þjóð­anna (UNWTO) lagði leið sína til Kana­ríeyja í vikunni ásamst fjöl­mennri sendi­nefnd. Tilgang­urinn var að gera úttekt á stöð­unni á eyja­klas­anum og fóru full­trúar nefnd­ar­innar um Kanarí, Tenerife og Lanzarote.

Niður­staðan úttekt­ar­innar er sú að spænski eyja­klasinn er öruggur áfanga­staður. Er þá sérstak­lega horft til hrein­lætis og þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 farald­ursins.

Ferða­mála­ráð­herra Spánar lýsti yfir mikill ánægju með þessa viður­kenn­ingu samkvæmt frétt Canarian Weekly. Sagðist hann vona að þetta flýtti fyrir bata í ferða­þjón­ustu landsins. Sú atvinnu­grein vegur skilj­an­lega þungt í efnahag Kana­ríeyja og reyndar á það sama við um flestra aðra hluta Spánar.

Þess má geta að í gær hófust á ný flug­sam­göngur héðan til Tenerife á vegum Úrval-Útsýn og VITA. Flogið verður viku­lega út sumarið og það sama gildir um ferðir til Alicante. Fyrsta brott­förin til þeirrar borgar er á dagskrá á morgun.