Samfélagsmiðlar

Telur engar líkur á að Icelandair verði gjaldþrota

Rekstur margra flugfélaga mun stöðvast vegna ástandsins sem útbreiðsla Covid-19 hefur valdið. Icelandair ætti þó ekki að verða eitt af þeim segir norskur sérfræðingur í flugrekstri. Hann telur að ríkið verði að koma að flugfélaginu með öðrum hætti en með lánveitingum.

icelandair 767 757

„Þetta er jákvæð niðurstaða í þessari alvarlegri deilu. Þessi átök hafa þó vafalítið valdið skaða innan Icelandair og það mun taka einhvern tíma fyrir sárin að gróa,” segir Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur í flugrekstri, um harðar kjaraviðræður Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 

Elnæs hefur fylgst með Icelandair og íslenskum flugrekstri í gegnum tíðina og meðal annars rætt stöðu WOW og Play hér á síðum Túrista. Í sumarbyrjun fór hann yfir stöðu Icelandair í viðtali við Kastljós RÚV og hann tjáir sig reglulega um flugrekstur í skandinavísku viðskiptapressunni.

Og Norðmaðurinn segist ekki hafa trú á því að Icelandair verði gjaldþrota þrátt fyrir erfiða stöðu og þá kreppu sem nú ríkir í fluggeiranum.

„Ríkisstjórnin mun örugglega gera allt sem þarf til að styðja við fyrirtækið í ljósi mikilvægi þess fyrir landið. Icelandair er líka þekkt vörumerki og með gott orðspor líkt og ráðamenn þjóðarinnar eru vafalítið meðvitaðir um. Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós.“

Þetta lykilhlutverk Icelandair í íslenskum þjóðarbúskap gæti þó, að mati Elnæs, veikt samningsstöðu þess í yfirstandandi viðræðum flugfélagins við kröfuhafa, birgja, Boeing og flugvélaleigur. „Þessir viðsemjendur trúa því væntanlega ekki heldur að Icelandair verði lokað. Smæð félagsins gerir það svo ennþá snúnara að endursemja um núverandi skuldbindingar. Boeing á til að mynda í dag í samningaviðræðum við miklu stærri viðskiptavini en Icelandair.”

Norski sérfræðingurinn undirstrikar að hann sé enginn sérstakur talsmaður þess að flugfélög séu í opinberri eigu. Staðan í heiminum í dag sé hins vegar óvenjuleg og það kalli á nýtt mat.

„Ég tel að hið opinbera verði á endanum að kaupa sig inn í Icelandair og þá eignast meira en helming í félaginu. Á þessum hlut situr ríkið svo á í fimm til sjö ár eða þangað til öruggt er að flugfélagið komist í gegnum þessa ókyrrð sem nú ríkir. Þar með yrðu líka flugsamgöngur tryggðar, bæði í millilandaflugi og innanlands. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt þjóðarbú. Þegar Icelandair er svo orðið sjálfbært á ný þá getur ríkið selt sinn hlut og þá til íslenskra lífeyrissjóða og fjárfesta. Alla vega verður að tryggja að félagið sé áfram undir stjórn Íslendinga en ekki erlendra fjárfesta,” útskýrir Elnæs.

Hann bendir á að sem hluthafi þá geti ríkið líka haft um það að segja hvaða þjónustu fyrirtækið veiti, t.d. varðandi flugframboð til ákveðinna staða.

Aftur á mót er það mat Elnæs að ríkisstuðningur í formi lána, eins og nú eru á teikniborðinu í Stjórnarráðinu, muni ekki hjálpa Icelandair. Þess háttar þyngi aðeins skuldabaggann og ennþá sé óvissan varðandi áhrif Covid-19 mjög mikil.

Í lok síðustu viku afturkallaði Icelandair uppsagnir hluta þeirra flugmanna sem sagt var upp í vor. Fjöldinn var þó nokkru undir því sem forsvarsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna bundu vonir við. Samtals er aðeins gert ráð 139 flugmönnum hjá félaginu á næstunni.

Miðað við þann fjölda liggur fyrir að stór hluti af flugflota Icelandair verður áfram að jörðu niðri. „Þar með munu tekjurnar ekki aukast nægjanlega mikið og af öllum líkum mun félagið halda áfram að brenna peningum út árið og þar með fara inn í erfiðan vetur í ennþá veikari stöðu,” segir Elnæs að lokum.

Á morgun birtist hér á Túrista greining norska sérfræðingsins á áformum Play.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …