Samfélagsmiðlar

Telur mjög áhættusamt fyrir Play að fara í loftið í haust

Það er lítið um bókanir á flugmiðum fram í tímann og óvissan vegna Covid-19 er mikil. Það er því skynsamlegra að bíða með að setja Play í loftið að mati norsks sérfræðings í flugrekstri.

„Ég hef áður sagt að ég tel ekki að Icelandair verði gjaldþrota en ef það myndi gerast á næstu mánuðum þá væri það sennilega eina ástæðan fyrir Play að byrja nú þegar í ár," segir Hans Jørgen Elnæs.

Þegar hulunni var svipt af áformum Play í byrjun nóvember í fyrra þá var gert ráð fyrir að áætlunarflug þess myndi hefjast strax um síðustu áramót. Þá lýsti Hans Jørgen Elnæs, norskur greinandi í flugrekstri, efasemdum um þau áform í ljósi þess að jafnan eru fáir á ferðinni fyrstu mánuði ársins og flugfélög þá rekin með tapi. Hann taldi vænlegra að bíða fram til vorsins.

Ekki tókst að komast Play í loftið í ársbyrjun og stuttu síðar kom Covid-19 krísan.

Nú er stefnt að áætlunarflugi Play með haustinu líkt og kom fram í nýlegu viðtali Túrista við Arnar Má Magnússon, forstjóra. Hinn norski fluggreinandi er ekki sannfærður um kosti þeirrar tímasetningar í ljósi stöðunnar sem fluggeirinn er í og telur aftur betra að hefja leik á vormánuðum.

„Það verður að teljast mikil áhætta að hefja flug nú í haust. Bókanir fram í tímann eru ennþá mjög takmarkaðar og vegna Covid-19 þá vitum við ekki hvaða markaðir opnast eða hvernig eftirspurnin þróast. Það er líka hægt að spyrja sig hver vill, á þessum óvissutímum, kaupa flugmiða hjá nýju flugfélagi sem fólk þekkir ekki til. Og höfum í huga að Play hefur haft áform um að fljúga til áfangastaða sem nú þegar önnur flugfélög bjóða upp á ferðir til frá Íslandi. Félagið yrði ekki bara í samkeppni við Icelandair heldur líka þekkt erlend flugfélög,“ útskýrir Elnæs.

„Ég hef áður sagt að ég tel ekki að Icelandair verði gjaldþrota en ef það myndi gerast á næstu mánuðum þá væri það sennilega eina ástæðan fyrir Play að byrja nú þegar í ár. Önnur flugfélög kæmu þá líka inn á markaðinn í auknum mæli. Félög eins easyJet, Wizz, SAS, Transavia, Norwegian og Aerlingus geta byrjað um leið því öll eru þau með umframafkastagetu í dag. Þau þurfa ekki fyrst að leigja flugvélar, ráða áhafnir o.s.frv.“

Spurður hvort hann þekki til fleiri nýrra flugfélaga sem eru í startholunum núna þá segir Elnæs svo ekki vera. Aftur á móti tali margir um að nú gæti verið rétti tímapunkturinn að setja nýtt félag í loftið þar sem kostnaðurinn er miklu lægri en áður. Leiguverð á flugvélum hefur fallið og eins er olíuverð lágt. „Það er aftur á móti staðreynd að þú þarft líka á farþegum að halda. Íslenski markaðurinn er það lítill að þú verður líka að fá farþega frá Evrópu.“ 

Í viðtali í Kastljósi í sumarbyrjun lýsti Elnæs efasemdum sínum um viðskiptamódel Icelandair, þ.e. að gera út á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útlit væri fyrir að samkeppnin yrði áfram hörð á þeim markaði og nú eru að koma langdrægar, minni þotur sem gera fleiri flugfélögum kleift að hefja flug milli heimsálfa. Forsvarsmenn Play gera líka ráð fyrir tengiflug í sinni starfsemi líkt og WOW gerði einnig.

„Ég hef ekki trú á þessu módeli og tel skynsamlegra að fókusa á flug milli tveggja áfangstaða (point-to-point). Að nýta Ísland sem sérstaka skiptistöð skapar engar alvöru tekjur nema fyrir flugvöllinn og fríhafnarverslanir.“

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …