Tvö félög stóðu undir bróð­urparti farþega­flugs í júní

Millilandaflug héðan jókst verulega í júní þegar slakað var á ferðatakmörkunum í Evrópu.

Mynd: Isavia

Fyrri hluta júní­mán­aðar voru landa­mæri víða lokuð og miklar takmark­anir giltu um ferðir fólks á milli landa. Fyrstu tvær vikur þess mánaðar voru því aðeins farnar nítján áætl­un­ar­ferðir frá Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar.

Þann fimmtánda júní opnaðist fjöldi Evrópu­ríkja og skil­yrðið um tveggja vikna sóttkví var fellt niður hér á landi. Samhliða jókst flug­um­ferðin tölu­vert og seinni hluta júní tóku farþega­þotur 151 sinni á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli samkvæmt taln­ingu Túrista.

Samtals voru áætl­un­ar­ferð­irnar í júní því 170 talsins en til saman­burðar voru þær 2260 í júní í fyrra og rétt um þrjú þúsund í júní 2018.

Af öllum ferðum í nýliðnum júní þá stóð Icelandair undir nærri sex af hverjum tíu ferðum. Vægi Wizz air var tæpur fjórð­ungur eins og sjá má hér fyrir neðan.