712 þúsund færri flugfarþegar í júlí

Þrátt fyrir að mun fleiri hafi átt leið um Flugstöð Leifs Eiríksssonar í júlí en mánuðina á undan þá var samdrátturinn engu að síður verulegur.

Mynd: Isavia

Tæplega 132 þúsund farþegar flugu til og frá Keflavíkurflugvelli í júlí. Það er 84,4 prósentum fækkun frá á sama tíma í fyrra. Mestu munar um að skiptifarþegarnir í Leifsstöð eru nánast horfnir enda ekkert flug að ráði í boði frá Íslandi til Norður-Ameríku nú í sumar.