Samfélagsmiðlar

Enginn opinber stuðningur frá eigendum Icelandair

Stærstu hluthafar Icelandair Group hafa ekki gefið út nein loforð um þátttöku í komandi útboði félagsins. Stór hluti af nýju hlutafé í öðrum flugfélögum hefur aftur á móti verið seldur fyrirfram.

Það eru ekki mörg flugfélög sem hafa lagt í hlutafjárútboð í yfirstandandi heimsfaraldri. Óvissan í ferðageiranum er nefnilega gríðarleg og erfitt er að spá fyrir um tekjur flugfélaga næstu misseri. Á sama tíma hefur skuldahali þeirra lengst líkt og umfangsmikil útgáfa inneignarbréfa er dæmi um

Virði flugfélaga hefur líka hríðfallið vegna Covid-19 og þar með sitja núverandi hluthafar uppi með bréf sem eru miklu verðminni í dag en þau voru í ársbyrjun. 

Þrátt fyrir þennan sterka mótvind þá var umfram eftirspurn í hlutafjárútboði Finnair fyrr í sumar. Meirihluti útgáfunnar var þó seldur fyrirfram því finnska ríkið, sem lengi hefur átt 56 prósent í flugfélaginu, tók sinn skerf í útboðinu. Það sama gerðist í Singapúr þar sem fjárfestingafélag hins opinbera á rúmlega helming í Singapore Airlines.

Sænsk og dönsk stjórnvöld ætla líka að halda tryggð við SAS en ríkin tvö eiga í dag nærri þrjátíu prósent hlut í flugfélaginu. Það hlutfall gæti hækkað því í komandi hlutfjárútboði SAS hafa þrír stærstu eigendur félagsins, þar af danska og sænska ríkið, skuldbundið sig til að kaupa allt að 81,5 prósent af útgáfunni. 

Það stóð svo til að fjórir stærstu bankar Skandinavíu myndu sölutryggja þennan tæpa fimmtung sem eftir stendur. Nordea, stærsti banki Norðurlanda, vildi þó ekki taka þátt í því og þar með datt sú leið upp fyrir.

Það eru þó ekki bara flugfélög sem eru að hluta til í eigu ríkisins sem reyna að ganga í augun á fjárfestum þessa dagana. Í síðustu viku tilkynntu til að mynda stjórnendur IAG, móðurfélags British Airways, Iberia og fleiri félaga, að efnt yrði til hlutafjárútboðs í september. Samstundis lýsti stærsti hluthafinn, Qatar Airways, yfir stuðningi við útgáfuna og skuldbatt sig til að kaupa fjórðung af nýju bréfunum.

Boðað hlutafjárútboð Icelandair hefur aftur á móti ekki fengið þess háttar stuðningsyfirlýsingu frá stærstu eigendum félagsins. Alla vega ekki opinberlega og ekki er annað að sjá en áhugi PAR Capital Management á Icelandair fari þverrandi. Bandaríski vogunarsjóðurinn hefur nefnileg selt bréf sín í fyrirtækinu í smáskömmtum allt frá því í vor og er ekki lengur stærsti hluthafinn.

Icelandair er þó ekki eina flugfélagið sem hefur rennt blint í sjóinn í tengslum við hlutafjárútboð á tímum Covid-19. Þannig fór útboð United Airlines í apríl fram með hefðbundnum hætti. Á þeim tíma voru reyndar ennþá bundnar vonir við að kórónaveiran væri skammtímavandi.

Fjárfestakynning í tengslum við útboð Icelandair verður væntanlega gefin út í næstu viku og þá kemur í ljós hvernig stjórnendur fyrirtækisins sjá fyrir sér endurreisnina. Í framhaldinu gætu núverandi eigendur eða aðrir fjárfestar skuldbindið sig til að kaupa töluverðan hluta af útgáfunni. Tilkoma þess háttar hornsteinsfjárfesta myndi vafalítið létta róðurinn í útboðinu.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …