Samfélagsmiðlar

Enginn opinber stuðningur frá eigendum Icelandair

Stærstu hluthafar Icelandair Group hafa ekki gefið út nein loforð um þátttöku í komandi útboði félagsins. Stór hluti af nýju hlutafé í öðrum flugfélögum hefur aftur á móti verið seldur fyrirfram.

Það eru ekki mörg flugfélög sem hafa lagt í hlutafjárútboð í yfirstandandi heimsfaraldri. Óvissan í ferðageiranum er nefnilega gríðarleg og erfitt er að spá fyrir um tekjur flugfélaga næstu misseri. Á sama tíma hefur skuldahali þeirra lengst líkt og umfangsmikil útgáfa inneignarbréfa er dæmi um

Virði flugfélaga hefur líka hríðfallið vegna Covid-19 og þar með sitja núverandi hluthafar uppi með bréf sem eru miklu verðminni í dag en þau voru í ársbyrjun. 

Þrátt fyrir þennan sterka mótvind þá var umfram eftirspurn í hlutafjárútboði Finnair fyrr í sumar. Meirihluti útgáfunnar var þó seldur fyrirfram því finnska ríkið, sem lengi hefur átt 56 prósent í flugfélaginu, tók sinn skerf í útboðinu. Það sama gerðist í Singapúr þar sem fjárfestingafélag hins opinbera á rúmlega helming í Singapore Airlines.

Sænsk og dönsk stjórnvöld ætla líka að halda tryggð við SAS en ríkin tvö eiga í dag nærri þrjátíu prósent hlut í flugfélaginu. Það hlutfall gæti hækkað því í komandi hlutfjárútboði SAS hafa þrír stærstu eigendur félagsins, þar af danska og sænska ríkið, skuldbundið sig til að kaupa allt að 81,5 prósent af útgáfunni. 

Það stóð svo til að fjórir stærstu bankar Skandinavíu myndu sölutryggja þennan tæpa fimmtung sem eftir stendur. Nordea, stærsti banki Norðurlanda, vildi þó ekki taka þátt í því og þar með datt sú leið upp fyrir.

Það eru þó ekki bara flugfélög sem eru að hluta til í eigu ríkisins sem reyna að ganga í augun á fjárfestum þessa dagana. Í síðustu viku tilkynntu til að mynda stjórnendur IAG, móðurfélags British Airways, Iberia og fleiri félaga, að efnt yrði til hlutafjárútboðs í september. Samstundis lýsti stærsti hluthafinn, Qatar Airways, yfir stuðningi við útgáfuna og skuldbatt sig til að kaupa fjórðung af nýju bréfunum.

Boðað hlutafjárútboð Icelandair hefur aftur á móti ekki fengið þess háttar stuðningsyfirlýsingu frá stærstu eigendum félagsins. Alla vega ekki opinberlega og ekki er annað að sjá en áhugi PAR Capital Management á Icelandair fari þverrandi. Bandaríski vogunarsjóðurinn hefur nefnileg selt bréf sín í fyrirtækinu í smáskömmtum allt frá því í vor og er ekki lengur stærsti hluthafinn.

Icelandair er þó ekki eina flugfélagið sem hefur rennt blint í sjóinn í tengslum við hlutafjárútboð á tímum Covid-19. Þannig fór útboð United Airlines í apríl fram með hefðbundnum hætti. Á þeim tíma voru reyndar ennþá bundnar vonir við að kórónaveiran væri skammtímavandi.

Fjárfestakynning í tengslum við útboð Icelandair verður væntanlega gefin út í næstu viku og þá kemur í ljós hvernig stjórnendur fyrirtækisins sjá fyrir sér endurreisnina. Í framhaldinu gætu núverandi eigendur eða aðrir fjárfestar skuldbindið sig til að kaupa töluverðan hluta af útgáfunni. Tilkoma þess háttar hornsteinsfjárfesta myndi vafalítið létta róðurinn í útboðinu.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …