Samfélagsmiðlar

Fjórði vinsælasti mánuður ársins ætti að vera framundan

Í eðlilegu árferði koma hingað álíka margir ferðamenn í september og í júní. Nú er aftur á móti spurning hversu margir koma eftir að reglur um sóttkví voru hertar. Hið opinbera er þó ekki farið að upplýsa ferðafólk um þessar nýju ráðstafanir.

Krafa um að allir farþegar fari í sóttkví við komuna til landsins gengur í gildi á miðvikudaginn.

Líkt og ríkisstjórnin gaf út fyrir helgi þá þurfa allir að fara í fjögurra til fimm daga sóttkví við komuna til landsins frá og með miðvikudeginum. Bæði ráðamenn þjóðarinnar og forsvarsfólk ferðaþjónustunnar virðast á einu máli um að þessar hertu reglur muni draga verulega úr áhuga útlendinga að ferðast hingað til lands.

Í venjulegu árferði væri þó framundan annasamur tími í ferðaþjónustu. Ágúst er þannig sá mánuður sem flestir útlendingar fljúga frá landinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu. September er svo fjórði vinsælasti mánuður ársins þegar horft er til brottfara erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli.

Í september í fyrra komu hingað um 184 þúsund erlendir ferðamenn. Ef samdrátturinn að þessu sinni verður álíka og í nýliðnum júlí þá verða túristarnir rétt um 37 þúsund í næsta mánuði. Sem fyrr segir er þó almennt gert ráð fyrir að niðursveiflan verði meiri vegna hertari reglna hér á landi og aukinna ferðatakmarkana í Evrópu.

Þessi nýja krafa um sóttkví fyrir alla gæti þó komið ferðamönnum sem nú eru að pakka í töskur fyrir Íslandsferð á óvart. Alla vega þeim sem leita í dag upplýsinga um stöðu mála á heimasíðum Keflavíkurflugvallar eða á Covid.is sem embætti landlæknis og almannavarnadeild lögreglunnar halda úti.

Á þessum opinberu síðum er nefnilega ekkert að finna um hinar nýju hertu reglur sem kynntar voru á föstudag. Vefur Icelandair hefur aftur á móti verið uppfærður en það félag stendur fyrir minna en helmingi allra flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Erlendu flugfélögin virðast fæst tiltaka sérstaklega hvernig reglurnar eru í hverju landi fyrir sig varðandi ferðalög nú á tímum Covid-19.

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu sagði að engar upplýsingar væri heldur að finna á heimasíðu Visit Iceland. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu þá voru nýju reglurnar settar inn á þá síðu á laugardagsmorgun en þó aðeins sjáanlegar með því að smella á hlekk neðst á forsíðunni. Eftir birtingu fréttar Túrista var hlekkurinn færður ofar á Visit Iceland og er því sýnilegri en áður. Covid.is var einnig uppfærð eftir umfjöllun Túrista.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …