Samfélagsmiðlar

Fordæmi fyrir því að þrotabú flugfélags haldi lendingarleyfum

Íslenska ríkið eignast vörumerki Icelandair ef allt fer á versta veg hjá flugfélaginu. Óljósara er með möguleg veð ríkisins í lendingarleyfum í London og New Yok.

Flugvél kemur inn til lendingar á Heathrow flugvelli við London.

Áhætta íslenska ríkisins af lánalínu til Icelandair Group verður að hámarki 108 milljónir dollara. Það jafngildir um fimmtán milljörðum króna á gengi dagsins. Icelandair fær þó aðeins að nýta þessa lánalínu í neyð, þ.e. ef rekstur félagsins gengur talsvert verr en áætlanir gera ráð fyrir.

„Er lánalínu með ábyrgð ríkisins ætlað að skapa aukið rekstraröryggi fyrir félagið, sem ætti að hafa jákvæð áhrif á vilja fjárfesta til að leggja félaginu til nýtt fé,“ segir til að mynda í frumvarpi fjármálaráðherra sem nú verður lagt fyrir Alþingi.

Veðin sem íslenska ríkið fær, samkvæmt frumvarpinu, er vörumerki og vefslóðir félagsins. Einnig verða lendingarheimildir í London og New York lagðar fram sem veð en þó með fyrirvara um að hægt sé að taka veð í þessum afgreiðslutímum.

Það eru reyndar mörg dæmi um að flugfélög hafi selt afgreiðslutíma sína á Heathrow flugvelli við London og það gerði til að mynda SAS fyrir nokkrum árum síðan. WOW kom sínum leyfum við London Gatwick líka í verð í hittifyrra.

Meira að segja þrotabú fá yfirráðarétt yfir flugafgreiðslutímum líkt og gerðir í kjölfar gjaldþrots Monarch flugfélagsins árið 2017. Um þann rétt var reyndar deilt en breskir dómstólar féllust á rétt skiptastjórans.

Þar með er ekki sagt að kröfuhafi geti leyst til sín afgreiðslutíma gjaldþrota flugfélags. Og samkvæmt því sem Túristi kemst næst eru afgreiðslutímar á evrópskum flugvöllum bara markaðsvara í Bretlandi. Annars staðar er þeim einfaldlega úthlutað til umsækjenda. Sá háttur er líka hafður á í Bandaríkjunum.

Það virðast því fullar ástæður fyrir því hjá fjármálaráðherra að setja fyrirvara við þessi mögulegu veð ríkisins gegn láninu til Icelandair.

Þess má geta að íslenska ríkið er nú þegar stærsti kröfuhafi Icelandair í gegnum Íslandsbanka og Landsbanka. Veð bankanna hjá Icelandair liggja meðal annars í eldri Boeing þotum, fasteignum og flugherminum í Hafnarfirði.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …