
EasyJet ræðst til atlögu við rokksveit frá Leicester
Hljómsveit fimm stráka frá Leicester á Englandi hefur verið hótað málsókn frá flugfélaginu EasyJet ef hún skipti ekki um nafn hið fyrsta. Strákunum þykir þetta drepfyndið en flugfélaginu er alvara.