Miklu minni samdráttur í innanlandsfluginu

Í samanburði við Keflavíkurflugvöll þá fækkar farþegum hlutfallslega mun minna á öðrum flugvöllum landsins.

Farþegum á Egilsstaðaflugvelli fækkaði um fimmtung í júlí. MYND: ISAVIA

Það voru rétt um fjörutíu þúsund farþegar sem fóru um innanlandsflugvelli landsins í júlí. Samdrátturinn nemur 41 prósenti samkvæmt nýjum tölum Isavia. Til samanburðar fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um 87 prósent í síðasta mánuði.

Hlutfallslega fækkaði farþegum minnst á Egilsstöðum eða um fimmtung en mest í Reykjavík og Akureyri eins og sjá má á töflunni. Það sem af er ári hafa akkúrat helmingi færri flogið innanlands í samanburði við fyrstu sjö mánuðina í fyrra.