Samfélagsmiðlar

Nefna WOW bara einu sinni á nafn

Það er engum blöðum um það að fletta að hraður uppgangur WOW air setti verulegt strik í reikninginn hjá Icelandair. Nafn félagsins kemur þó bara einu sinni sinni fyrir í nýrri fjárfestakynningu Icelandair.

Airbus þota WOW air í London.

Þegar mest lét flutti WOW air orðið álíka marga farþega og Icelandair. Og óhætt er að segja að þessi miklu umsvif flugfélags Skúla Mogensen hafi haft mjög neikvæð áhrif á rekstur Icelandair. Þannig tapaði félagið nærri sjö milljörðum króna árið 2018 en það ár var almennt mjög gott í flugrekstri.

Samkeppni félaganna tveggja var hörð og til marks um það þá hóf Icelandair að fljúga til nokkurra borga árin 2017 og 2018 sem WOW air hafði áður setið eitt að. Icelandair stokkaði líka upp sölustarfsemi sína og var þá horft til þess árangurs sem WOW air hafði náð án þess að reka söluskrifstofur út í heimi. Öfugt við það sem Icelandair hefur alltaf gert.

Rekstur WOW gekk þó ekki upp á endanum og undir það síðasta fékk félagið að safna upp verulegum skuldum hjá Isavia. Engu að síður er ljóst að Icelandair átti í töluverðum vandræðum með samkeppnina.

Því vekur það athygli að heiti þessa gamla keppinautar kemur aðeins einu sinni fyrir í nýrri kynningu Icelandair í tengslum við komandi hlutafjárútboð. Og þessi eina tilvísun kemur ekki fyrir í kafla um rekstur félagsins heldur aðeins þegar farið er yfir ferilskrá Tómasar Ingasonar, eins af framkvæmdastjórum Icelandair. En Tómas var tvívegis ráðinn til WOW en stoppaði stutt í bæði skiptin.

Áform Play eru svo sem ekki nefnd sérstaklega heldur en í fyrrnefndri fjárfestakynningu er þó að finna mat sérfræðinga Icelandair á því hversu langan tíma það tæki fyrir nýtt íslenskt flugfélag að ná fótfestu. Er þá horft til flugfélags sem býður upp á tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku líkt og WOW air var með og forsvarsmenn Play horfa líka til.

Samkvæmt mati Icelandair þá yrði vöxtur þess háttar keppinautar hægur fyrstu mánuðina vegna takmarkana á flugi nýliða til Bandaríkjanna. Síðan tæki við tímabil þar sem flækjurnar í rekstri skiptistöðvar myndu koma fram. Auk þess telja stjórnendur Icelandair að það myndi taka fimm til tíu ár fyrir nýtt flugfélag að fá heppilega afgreiðslutíma á mikilvægustu flugvöllunum út í heimi.

Síðastnefnda fullyrðingin er nokkuð sérstök í ljósi þess að sérfræðingar Icelandair spá almennt töluverðri niðursveiflu í farþegaflugi næstu ár. Ein af afleiðingum þess ætti einmitt að vera sú að lausum afgreiðslutímum á flugvöllum fjölgi.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …