Samfélagsmiðlar

Reyna að selja hlutabréf og flugmiða í lokuðu landi

Þremur dögum eftir að tilkynnt var að hlutafjárútboð Icelandair Group gæti nú loks hafist þá boðuðu stjórnvöld hertar aðgerðir við landamærin vegna Covid-19. Þar með má segja að botninn hafið dottið úr rekstrinum tímabundið.

Stefnt hefur verið að því að ljúka hlutafjárútboði Icelandair í ágúst.

„Það er búið að loka ís­lenskri ferðaþjón­ustu, það er bara þannig.“ Þetta sagði Jóhann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, við Mbl um þær nýju kröfur að allir sem til landsins koma fari í sóttkví. Ráðamenn þjóðarinnar eru líka á því að hinar hertu reglur muni draga verulega úr áhuga útlendinga að sækja landið heim.

Og ekki verða Íslendingar sjálfir á faraldsfæri á næstunni því nú ráðleggur Landlæknir fólki frá því að ferðast til útlanda. Ekki liggur fyrir hversu lengi sú viðvörun verður í gildi.

Við þessar aðstæður þarf forsvarsfólk Icelandair Group að sannfæra fjárfesta um að leggja fyrirtækinu til nærri þrjátíu milljarða króna. Er þar aðallega horft til íslenskra lífeyrissjóða líkt og áður hefur komið fram en sjóðirnir eiga í dag, beint eða óbeint, um helming af hlutafénu. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að ábyrgjast lán til flugfélagsins en það, líkt og margir keppinautar þess, rær nú lífróður vegna áhrifa Covid-19.

Allt stopp á öllum þremur mörkuðunum

Hjá Icelandair hefur farþegum lengi verið skipt upp í þrjá hópa. Ferðamenn sem fljúga til landsins, Íslendinga á leið til útlanda og svo tengifarþega. Þeir sem fljúga á milli Norður-Ameríku og meginlands Evrópu teljast til síðastnefnda hópsins.

Nú hefur flug til Bandaríkjanna og Kanada hins vegar að mestu legið niðri í heimsfaraldrinum og því enginn markaður fyrir flug þaðan. Og sem fyrr segir hafa íslensk stjórnvöld eiginlega lokað tímabundið á hina tvo markaðina sem Icelandair sækir sínar tekjur til, þ.e. erlendra ferðamanna og Íslendinga sjálfra.

Fyrsta sumarvertíð Icelandair síðan árið 2002 án íslenskrar samkeppni

Tekjur af farþegaflugi í september hafa hingað til vegið þungt í rekstri Icelandair. Í farþegum talið er sá mánuður nefnilega sá fjórði stærsti yfir árið. Samtals flutti félagið 421 þúsund farþega í september í fyrra en það er ekki hægt að fá skýra mynd af tekjunum af farþegaflugi á þessu tímabili. Ástæðan er sú að skaðabætur frá Boeing vegna MAX þotanna voru að hluta til færðar sem farþegatekjur á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Þar með veit aðeins lykilstarfsfólk Icelandair hver tekjuþróun félagsins var yfir háannatímann í fyrra. En sú sumarvertíð var einmitt sú fyrsta síðan árið 2002 sem Icelandair átti ekki í samkeppni við annað íslenskt flugfélag. Það eru þó vísbendinar um að einingatekjurnar hafi í raun ekki hækkað í fyrra líkt og farið var yfir hér á Túrista í vor.

Gera út á fólk á leið í frí en ekki viðskiptaferðalanga

Samkeppnin í flugi yfir Norður-Atlantshafið vegur þó sennilega þyngra í þróun farþegatekna Icelandair. Félagið býður nefnilega ekki upp á beint flug milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku og því þurfa farþegarnir að millilenda á Keflavíkurflugvelli á leiðinni. Og fólk leggur þess háttar flækjustig aðeins á sig ef farmiðinn eru nokkru ódýrari en fyrir beint flug.

Til viðbótar gerir Icelandair aðallega út á almenna farþega en ekki viðskiptaferðalanga og aðra sem kaupa sæti á fyrsta farrými. Tekjurnar verða því lægri á hvern farþega. Sú staðreynd gæti þó reyndar flýtt fyrir viðspyrnu Icelandair því almennt eru greinendur sammála um að í nánustu framtíð verði mestur samdrátturinn í vinnuferðum. Þar með standi flugfélög verr sem gera út á farþega sem setja verðið ekki fyrir sig.

Opin landamæri eru þó vissulega helsta forsenda þess að flugfélög skili eigendum sínum arði á ný. Síðustu mánuði hefur alþjóðlegur flugrekstur í raun aðeins gengið út á að tryggja samgöngur milli landa og þá oft með stuðningi hins opinbera. Miðað við nýjustu ferðatakmarkanir er ekki útlit fyrir að það breytist í bráð.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …