Áfram bið eftir Finnair til landsins

Ennþá liggja flugsamgöngur milli Íslands og Finnlands niðri.

helsinki yfir
Alla jafna fljúga þotur Icelandair og Finnair reglulega milli Keflavíkurflugvallar og Helsinki. Mynd: Visit Helsinki

Frá og með laugardeginum þurfa þeir sem koma til Finnlands frá Íslandi ekki lengur að fara í tveggja vikna sóttkví. Það sama mun þá gilda um ferðafólk og Finna sem koma frá Kýpur, Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi og Póllandi.

Þrátt fyrir þessar tilslakanir þá liggja flugsamgöngur milli Íslands og Finnlands áfram niðri. Þannig gerir uppfærð flugáætlun Finnair til að mynda ekki ráð fyrir neinum flugferðum til Íslands nú í haust eða til 24. október. Icelandair hefur að sama skapi ekki ennþá tekið upp þráðinn í ferðum sínum til Vantaa flugvallar í Helsinki.

Í heildina þá munu þotur Finnair fljúga til 35 áfangastaða nú í september og október og verða ferðirnar samtals 240 í viku samkvæmt vef Routes Online. Þetta er um þriðjungur af því sem upphaflega var reikna með.