Efna til ráðstefnu um möguleika Íslands eftir Covid-19

Íslenskir klasar standa saman að stafrænni ráðstefnu þar sem rýnt er í stöðuna og tækifærin sem felast í samvinnu ólíkra útflutningsgreina eftir að kórónaveirukreppunni lýkukr.

hvernig íslenskt atvinnulíf getur náð fótfestu eftir Covid 19 og hvernig bataferlinu verður hraðað með samstarfi ólíkra atvinnugreina? Þetta er meðal þeirra spurninga sem leitað verður svara við á næsta fimmtudag. Mynd: Norris Niman

Klasasenan á Íslandi fyrir ráðstefnunni „Towards sustainable growth in a competitive world“ á fimmtudaginn í næstu viku. Þar munu erlendir sérfræðingar á sviði viðskiptaþróunar, klasaþróunar og hringrásahagkerfisins mæta til leiks og ræða möguleika og samkeppnishæfni Íslands á viðskiptalegum, samfélagslegum og faglegum grunni.

Horft verður til þess hvernig íslenskt atvinnulíf getur náð fótfestu eftir Covid 19 og hvernig bataferlinu verður hraðað með samstarfi ólíkra atvinnugreina. Eins verður rætt hvað útflutningsgreinarnar eiga sameiginlegt og hvernig styrkleikarnir verði nýttir til góðs samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þessi stafræna ráðstefna er haldin sameiginlega af Íslenska ferðaklasanum, Klasasetri Íslands/Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslenska sjávarklasanum, Íslenska orkuklasanum, Álklasanum og Landbúnaðarklasanum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem allir íslensku klasanir taka höndum saman með þessum hætti.

Það er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, setur ráðstefnuna. Lykil fyrirlesarar eru þau Christian Ketels og Merete Daniel Nielsen og fer dagkráin að mestu fram á ensku og skráning nauðsynleg.