Færri kórónuveirusmit á Kanaríeyjum

Tíðni nýrra Covid-19 var orðið mjög hátt á Gran Canari og Tenerife í byrjun þessa mánaðar. Nú ástandið orðið mun betra og sérstaklega á síðarnefndu eyjunni.

Mynd: Ferðamálaráð Kanaríeyja

Það má gera ráð fyrir að fjöldi Íslendinga eigi bókað far til Gran Canaria eða Tenerife í lok árs enda löng hefð fyrir jólaferðum til spænska eyjaklasans. Margir bóka þessar ferðir með löngum fyrirvara og því hafa vafalítið ófáir verið búnir að ganga frá farmiðakaupum áður en Covid-19 setti allt á annan endann.

Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar á Kanaríeyjum nú í byrjun hausts stefndi aftur á móti komandi jólavertíð í ferðaþjónustunnar þar í hættu. Með þeim formerkjum hefur alla vega verið rætt um stöðuna í skandinvísku ferðapressunni. Frændur okkar á hinum Norðurlöndunum fjölmenna nefnilega líka í blíðviðrið á Kanaríeyjum yfir háveturinn.

Nýjar tölur yfir tíðni nýrra smita á Kanaríeyjum eru þó blessunarlega á hraðri niðurleið. Þannig hefur nýgengi innanlandssmita, á hverja hundrað þúsund íbúa, fallið úr nærri tvö hundrað niður í 119 síðustu tvær til þrjár vikur. Til samanburðar er nýgengi smita hér á landi 118 í dag.

Á Gran Canaria er staðan þó ennþá nokkuð verri en á Tenerife. Á fyrrnefndu eyjunni var nýgengi smita 171 á fimmtudaginn sl. en rétt 90 á Tenerife.