Flogið til þrjátíu og þriggja borga

Nú er nærri ekkert flug í boði vestur um haf frá Keflavíkurflugvelli og það hefur mikil áhrif.

Til Kaupmannahafnar var flogið að jafnaði þrisvar á dag í ágúst. Á sama tíma í fyrra voru þær ríflega tvöfalt fleiri.

Kaupmannahöfn var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í ágúst. Að jafnaði voru ferðirnar þangað þrjár á dag en rétt rúmlega tvær til London. En til bresku höfuðborgarinnar voru ferðirnar næst flestar. Þar á eftir koma svo Amsterdam og Frankfurt.

Í heildina voru í boði áætlunarferðir til þrjátíu og þriggja borga í ágúst en til samanburðar voru þær fimmtíu sex í ágúst í fyrra samkvæmt talningum Túrista.

Þá var ferðafjöldinn líka margfaldur á við það sem var nú í ágúst enda fækkaði brottförum frá Keflavíkurflugvelli um sjötíu og sjö prósent í ágúst. Samdrátturinn var hlutfallslega ennþá meiri hjá Icelandair.