Gistinóttum Íslendinga á dönskum hótelum fækkaði verulega

Kaupmannahöfn er sú borg sem oftast hefur flogið til frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Það kemur þó ekki í veg fyrir miklu færri íslenska hótelgesti í Danmörku í júlí.

Horft yfir á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. MYND: MARTIN HEIBERG / UNSPLASH

Þegar dönsku stjórnvöld opnuðu landamæri sín í sumarbyrjun þá voru það aðeins ferðamenn frá Þýskalandi, Noregi, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi sem máttu heimsækja landið. Einnig var gerð krafa um að ferðafólki myndi gista að lágmarki sex nætur í landinu en þó ekki í Kaupmannahöfn.

Þrátt fyrir þessar takmarkanir á ferðafrelsi þá hóf Icelandair að fljúga til Kaupmannahafnar á ný þann 15. júní og SAS tók upp þráðinn í Íslandsflugi sínu frá dönsku höfuðborginni. Til viðbótar flaug Icelandair svo til Billund á Jótlandi.

Þegar leið á sumarið slökuðu dönsku yfirvöld á reglunum engu að síður fækkaði íslenskum hótelgestum í Danmörku verulega í júlí. Gistinætur Íslendinga voru rétt um þrettán hundruð en þær voru fimm þúsund í júlí í fyrra samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar. Samdrátturinn nam því 73 prósentum.

Aftur á móti fjölgaði dönskum hótelgestum hér á landi verulega í júlí eins og áður hefur verið fjallað um.