Samfélagsmiðlar

Mikil þátttaka í útboði Icelandair kom forstjóra Play ekki á óvart

Stjórnendur Play hafa ekki trú á áætlun starfsbræðra sinn hjá Icelandair um viðspyrnu þess félags. Forstjóri Play óskar engu að síður Icelandair innilega til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð.

Forsvarsmenn Play voru meðal þeirra sem sendu inn umsögn til Alþingis þegar ríkisábyrgð til Icelandair Group var þar til umræðu um síðustu mánaðamót. Var það mat þeirra hjá Play að framtíðaráform Icelandair væru óraunsæ og verið væri að veita löskuðum rekstri óverðskuldað framhaldslíf.

Nú liggur fyrir að þátttaka að umframeftirspurn var í útboði Icelandair. Spurður hvort það hafi komið honum á óvart þá segir forstjóri Play, Arnar Már Magnússon, svo ekki vera.

„Þessi þátttaka í útboðinu kemur ekkert sérstaklega á óvart enda hefur Icelandair spilað stórt hlutverk í íslenskri ferðaþjónustu. Við hjá PLAY óskum Icelandair innilega til hamingju með vel heppnað hlutafjárútboð. Núna blasir við skemmtileg samkeppni tveggja íslenskra flugfélaga sem við teljum jákvætt skref fyrir framtíðaruppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Arnar Már í svari til Túrista.

Nýtt efni

Nú fljúga þotur Easyjet tvær ferðir í viku frá London til Akureyrar og hefur þessari nýjung verið vel tekið af íbúum á Norðurlandi. Það eru nefnilega Íslendingar í meirihluta sætanna um borð sem skýrir afhverju gistinóttum Breta á norðlenskum hótelum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir þessa samgöngubót. Fyrir stjórnendur Easyjet skiptir ekki máli hvort það …

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …