Helmingi færri flugu innanlands

Hlutfallslega fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli mun meira í ágúst en á innanlandsflugvöllunum.

Farþegum á Egilsstaðaflugvelli fækkaði minna í ágúst en á hinum stóru innanlandsflugvöllunum. MYND: ISAVIA

Það voru rétt rúmlega þrjátíu og þrjú þúsund farþegar sem fóru um flugvelli landsins í ágúst þegar Keflavíkurflugvöllur er undanskilinn. Á sama tíma í fyrra nam fjöldinn sjötíu þúsund og samdrátturinn er því fimmtíu og þrjú prósent milli ára.

Aftur á móti fækkaði farþegum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um áttatíu og fjögur prósent í ágúst. Samdrátturinn er því áfram mun meiri þar en hinum flugvöllunum hér á landi.

Þetta er í takt við það sem sjá má á farþegatölum í löndunum í kringum okkur enda hafa ferðatakmarkanir milli landa skiljanlega mun meiri áhrif á alþjóðflugið.