Íslendingar geta áfram millilent í Bretlandi

Í ljósi þess hve flugsamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli eru takmarkaðar nú um stundir má gera ráð fyrir að margir þeirra sem eiga erindi út í heim þessa dagana þurfi að millilenda á leið sinni á áfangastað. Þessi hópur getur þá áfram nýtt sér flugið héðan til Bretlands.

Á Heathrow eins og fleiri flugvöllum hefur verið griptið til aðgerða til að farþegar sitji ekki of þétt saman. Í háloftunum minnkar svo bilið. Mynd: London Heathrow

Frá og með síðasta laugardegi þurfa allir þeir sem koma til Bretlands frá Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví. Ástæðan er sú að fjöldi nýrra kórónuveirusmita hér á landi er komiðnnyfir það viðmið sem bresk stjórnvöld setja.

Þessar nýju reglur koma þó ekki í veg fyrir að farþegar geti flogið héðan til Bretlands og þaðan beint áfram til annarra landa. Í svari frá Heathrow flugvelli, við fyrirspurn Túrista, segir að farþegar frá Íslandi geti áfram nýtt flugvöllinn til millilendingar.

Það sama ætti að eiga við um aðra breska flugvelli en í dag er reglulega flogið héðan til Heathrow og Luton flugvallar sem báðir eru á nágrenni við London.