Samfélagsmiðlar

Markhópurinn stækkar með fámennari ráðstefnum

Íslandsstofa tekur nú við rekstri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík). Markaðsstjóri félagsins segir harða baráttu framundan en það felist líka tækifæri í stöðunni sem uppi er.

Ráðstefnusalur í Hörpu.

„Með þessari þessari breytingu er ekki verið draga úr starfseminni heldur þvert á móti að efla hana,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri, Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík/Meet in Reykjavík sem nú verður hluti af Íslandsstofu. Þeir fjórir starfsmenn sem störfuðu hjá Ráðstefnuborginni Reykavík flytjast allir yfir til Íslandsstofu við breytinguna.

„Það eru vissulega bæði ógnanir og tækifæri í ástandinu. Margar ráðstefnur og viðburðir sjá fyrir sér að draga úr umfangi, vera að hluta á stafrænu formi o.s.frv. Í þessu gætu falist tækifæri fyrir Ísland og Reykjavík. Við erum nokkuð vel sett tæknilega til að svara aukinni spurn eftir stafrænum lausnum. Þetta mun líka þýða það að verkefni sem voru of stór fyrir áfangastaðinn eru það ekki lengur. Markhópurinn stækkar,“ segir Sigurður.

Auk þess eru vísbendingar um að eftirspurn eftir öruggum og vistvænum áfangastöðum muni aukast í framhaldi af heimsfaraldrinum bendir Sigurður á. „Þar teljum við að Ísland og Reykjavík hafi ákveðið samkeppnisforskot. Við getum þó ekki litið fram hjá því að staðan er ekki góð. Flestar spár og sviðsmyndagreiningar fyrir MICE geirann næstu árin gera ekki ráð fyrir því að hann verði kominn í svipaðar hæðir og árið 2019 fyrr en eftir 4 til 5 ár í fyrsta lagi. Þannig það er hörð barátta framundan og viðbúið að samkeppnin á markaðnum muni harðna hratt þegar storminn fer að lægja.“

Markaðsverkefnið Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavik) var sett á laggirnar árið 2012 í þeim tilgangi að kynna og markaðssetja Reykjavík og Ísland sem áfangastað fyrir fundi, ráðstefnur, hvataferðir og viðburði. Félagið hefur verið rekið sem samvinnuverkefni opinberra aðila og einkaaðila og gerir nýi rekstrarsamningurinn ráð fyrir að svo verði áfram.

Reykjavíkurborg og Íslandsstofa munu því hvort um sig leggja árlega til fjörutíu milljónir króna til verkefnisins frá næsta ári og fram til 2025. Til viðbótar greiðir Icelandair tuttugu og fimm milljónir kr. á ári og Harpa fimm milljónir.

Um fjörutíu fyrirtæki eru í dag með aðild að Meet in Reykjavík en í ár voru þó engin aðildargjöld innheimt að sögn Sigurðar vegna stöðunnar sem uppi er vegna heimsfaraldursins. 

Nú er örstutt í að stór hluti þess efnis sem hér birtist verði aðeins aðgengilegt áskrifendum. Tekjur af auglýsingasölu duga einfaldlega ekki lengur til að halda úti metnaðarfullum skrifum um ferðalög og ferðaþjónustu.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …